Áform um frumvarp til laga um vindorku
Ný lög um vindorku eru í bígerð, þar sem yfirlýst markmið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um þessi áform.
Ný lög um vindorku eru í bígerð, þar sem yfirlýst markmið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um þessi áform.
Landvernd sendi Borgarbyggð umsögn um skipulag og matslýsingu fyrir aðalskipulag Borgarbyggðar 2025 – 2037 og óskar sveitarfélaginu velfarnaðar við vinnslu þess. Borgarbyggð er hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins
Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks.
GDRN, Celebs, Lón og Kári koma fram á Hálendishátíð og heiðra Hálendi Íslands. Það gerir líka ljósmyndarinn Chris Burkard, en ljósmyndir hans munu skreyta Iðnó á Hálendishátíð. Miðasala er á tix.is, sjá hlekk í fréttinni.
Skarphéðinn G. Þórisson var einn af máttarstólpum íslenskrar náttúruverndar. Hann lést af slysförum sunnudaginn 9. júlí.
Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn
Snæbjörn Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, skrifar um það hvernig Landsvirkjun notaði gular plastperlur til að spá fyrir um ætlaða hegðun laxaseiða í neðri Þjórsá.
Náttúruverndarþing 2023 var haldið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem Vinir Þjórsárvera buðu heim í hérað. Þingið var vel sótt en á það mættu yfir 50 manns til að ræða framtíð og áskoranir í náttúruvernd á Íslandi.
Náttúruverndarþing 2023 samþykkti þrjár ályktanir: Um sjálfa náttúruna, helstu áskoranir náttúruverndar á Íslandi og hvernig hægt sé að styrkja náttúruverndina sem best.
Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt.
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur óttast að Íslendingar séu að gera sömu mistökin eina ferðina enn: Að taka opnum örmum erlendum risafyrirtækjum sem axla hér enga umhverfisábyrgð, láta sig íslenska náttúru engu varða – og fara með gróðann úr landi.
Náttúruverndarþing er vettvangur allra sem hafa áhuga á náttúruvernd til að koma saman og ræða stóru málin, fagna sigrum og blása hvert öðru baráttuanda í brjóst. Þingið er öllum opið. Náttúruverndarþing 2023 verður haldið í Árnesi.
Loftslagsvandinn verður ekki leystur með sömu meðulum og skópu hann. Íslendingar verða umfram allt að sýna hugrekki og virkja hugvitið í stað þess að sækja sífellt meira í stórbrotna og verðmæta náttúru landsins. Tryggvi Felixson skrifar.
Um 20 fyrirtæki bera ábyrgð á 2/3 heildarlosunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Árið 2021 var hagnaður þessara fyrirtækja 136 milljarðar fyrir skatt. Góður vilji nægir ekki þegar kemur að loftslagsmálum.
Viðskiptaráð heldur á lofti mikilvægi einkaframtaks í orkumálum og að losa fyrirtækin undan oki skriffinnsku til að flýta fyrir orkuframkvæmdum. Það er hættuspil að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum.
Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru í sinni umsjá njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði?
Tryggvi Felixson fjallar um mikilvægi leiðsögumanna og hvernig þeir geta tengt mann og náttúru. Ávarp í tilefni af 50 ára afmæli Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.
Hver er tilgangur lífsins? Kannski er það að fá að sitja í friði hjá á eða læk sem hoppar og skoppar, hendist, beljast, drynur og ólmast? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar.
Stefna Landverndar árin 2022-2024 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.