Leitarniðurstöður

Ferðafólk við Skógafoss. Náttúrukortið landvernd.is

Hvað er rammaáætlun?

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og vernd svæða. Í rammaáætlun má finna hugmyndir að nýjum virkjunum og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag. 

Skoða nánar »
Vindorkuver eiga ekki heima hvar sem er. Vissara er að taka vindorku inn í rammaáætlun.

Vindorkuver ættu að bíða niðurstöðu rammaáætlunar

Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.

Skoða nánar »

Misskilningur í máli Iðnaðarráðherra

Mikilvægt er að leiðrétta misskilning sem kemur fram í máli iðnaðarráðherra í frétt RÚV í gær um leikreglur í virkjanamálum á Íslandi í tengslum við tillögu Náttúrufræðistofnunar Ísland um friðlýsingu svæða við Drangajökul, en með friðlýsingu væri fyrirhuguð Hvalárvirkjun mögulega úr sögunni

Skoða nánar »

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar

Aðalfundur Landverndar, haldinn 30. apríl sl. sendi frá sér ályktanir um fjögur málefni: Drög að niðurstöðum rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, áskorun á stjórnvöld að standa við lögbundnar friðlýsingar, að stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu beitilanda og að Landslagssamningur Evrópu verði fullgiltur.

Skoða nánar »