Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils
Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.
Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.
Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.
Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.
Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára
Ofveiði og ofnýting á lífverum er ein stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Verndun náttúrunnar er öryggismál. Vernd land- land og hafsvæða dregur úr losun og er sú leið sem fara þarf til að tryggja lífsskilyrði okkar á Jörðu.
Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Hvaða fræ verða að trjám? Hvað er birkihnúðmý? Hér eru tilraunir úr smiðju Vistheimtar með skólum um spírun birkifræja.
Verkefni úr smiðju Vistheimtar með skólum um söfnun og sáningu birkifræja. Vistheimt með skólum beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni (lífbreytileika) og baráttuna við loftslagshamfarir.
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Landvernd stendur fyrir verkefni sem snýr að því að aðstoða nemendur við visheimt á örfoka landi í grennd við skólann. Áhugasamir skólar leiti til Landverndar.
Miðstig Bláskógaskóla í Reykholti hóf í haust vinnu við verkefnið „Vistheimt“ í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Landvernd og Landgræðslufélag Tungnamanna og er þema í Grænfánaverkefni Landverndar.
Ævar vísindamaður heimsótti nemendur í Hvolsskóla sem eru þátttakendur í Vistheimtarverkefni Landverndar. Í myndskeiðinu má sjá tilraunareiti nemenda
Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.
Á aðalfundi Landverndar vorið 2017 var verkefninu hleypt af stokkunum sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem nefnist CARE, Græðum Ísland.