Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt

Rannveig Magnúsdóttir    21.8.2014
Rannveig Magnúsdóttir

Mikið var um að vera í Sagnagarði, fræðslusetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti miðvikudaginn 20. ágúst síðastliðinn þegar 15 grunnskólakennarar frá Þjórsárskóla, Hvolsskóla og Grunnskólanum Hellu sátu námskeið um vistheimt. Námskeiðið er hluti skólaverkefnis um endurheimt vistkerfa (vistheimt) sem Landvernd vinnur að í samstarfi við Landgræðsluna og skólana þrjá. Verkefninu, sem stýrt er af Rannveigu Magnúsdóttur hjá Landvernd, er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu á meðal grunnskólabarna á mikilvægi vistheimtar raskaðra vistkerfa, ekki bara til endurheimtar gróðurs- og jarðvegsgæða heldur einnig til viðhalds loft- og vatnsgæða sem og lífbreytileika svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið hófst á kynningu Ólafs Arnalds og Ásu Aradóttur prófessora við Landbúnaðarháskóla Íslands, á efni bókar sinnar „Að lesa landið og lækna það“ sem kemur út í lok árs. Þetta efni mun nýtast kennurum grunnskólanna í kennslu á vistheimt. Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd sá um kynningu á aðferðafræði við gróðurmælingar í tilraunareitum. Allir þátttakendur fóru svo út í tilraunareiti sem börn í 5. bekk í Grunnskólanum Hellu höfðu sett út í vor undir handleiðslu Landgræðslunnar og Landverndar (samsvarandi tilraunir voru einnig settar upp hjá hinum skólunum tveimur). Tilraunareitirnir voru mældir í bak og fyrir og síðan var unnið úr gögnunum þegar aftur var komið í Sagnagarð. Almenn ánægja var með námskeiðið á meðal þátttakenda og námskeiðshaldara og við hlökkum öll til að hjálpa börnunum í skólunum þremur að mæla gróðurinn í tilraunareitunum í byrjun september. Við þökkum Landgræðslunni, staðarhöldurum og matráðskonum í Gunnarsholti fyrir höfðinglegar móttökur.

IMG_7686-hopur-835pixlar     DSC_0008     DSC_0039     DSC_0055     DSC_0086    

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt

Rannveig Magnúsdóttir    21.8.2014
Rannveig Magnúsdóttir

Mikið var um að vera í Sagnagarði, fræðslusetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti miðvikudaginn 20. ágúst síðastliðinn þegar 15 grunnskólakennarar frá Þjórsárskóla, Hvolsskóla og Grunnskólanum Hellu sátu námskeið um vistheimt. Námskeiðið er hluti skólaverkefnis um endurheimt vistkerfa (vistheimt) sem Landvernd vinnur að í samstarfi við Landgræðsluna og skólana þrjá. Verkefninu, sem stýrt er af Rannveigu Magnúsdóttur hjá Landvernd, er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu á meðal grunnskólabarna á mikilvægi vistheimtar raskaðra vistkerfa, ekki bara til endurheimtar gróðurs- og jarðvegsgæða heldur einnig til viðhalds loft- og vatnsgæða sem og lífbreytileika svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið hófst á kynningu Ólafs Arnalds og Ásu Aradóttur prófessora við Landbúnaðarháskóla Íslands, á efni bókar sinnar „Að lesa landið og lækna það“ sem kemur út í lok árs. Þetta efni mun nýtast kennurum grunnskólanna í kennslu á vistheimt. Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd sá um kynningu á aðferðafræði við gróðurmælingar í tilraunareitum. Allir þátttakendur fóru svo út í tilraunareiti sem börn í 5. bekk í Grunnskólanum Hellu höfðu sett út í vor undir handleiðslu Landgræðslunnar og Landverndar (samsvarandi tilraunir voru einnig settar upp hjá hinum skólunum tveimur). Tilraunareitirnir voru mældir í bak og fyrir og síðan var unnið úr gögnunum þegar aftur var komið í Sagnagarð. Almenn ánægja var með námskeiðið á meðal þátttakenda og námskeiðshaldara og við hlökkum öll til að hjálpa börnunum í skólunum þremur að mæla gróðurinn í tilraunareitunum í byrjun september. Við þökkum Landgræðslunni, staðarhöldurum og matráðskonum í Gunnarsholti fyrir höfðinglegar móttökur.

IMG_7686-hopur-835pixlar     DSC_0008     DSC_0039     DSC_0055     DSC_0086    

Vista sem PDF