Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mýtvatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns „skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild“.

SJÁ VERKEFNI »
Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Rammaáætlun: Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunarum áætlun um vernd og orkunýtingulandsvæða. Umsögn 13 náttúruverndarsamtaka

Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.

SJÁ VERKEFNI »

Hálendisvegaskýrsla Landverndar

Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.

SJÁ VERKEFNI »

Á ferð um Teigsskóg

Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.

SJÁ VERKEFNI »
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

SJÁ VERKEFNI »