Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND
„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mýtvatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns „skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild“.
Ramsar rannsaki áhrif jarðvarmavirkjunar á lífríki Mývatns
Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns.
Náttúran og auðlindirnar
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar hélt erindi á borgarafundi um náttúruvernd og auðlindanýtingu í stjórnarskrá.
,,Ég sel ekki vatnsréttinn í Tungufljóti”: frá málþingi um virkjanir í Skaftárhreppi
Yfir eitt hundrað manns sóttu málþing Landverndar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi í Norræna húsinu í dag. Til umræðu voru áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá.
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum
Mikill áhugi er á að þróa náttúrutengda ferðaþjónustu á Íslandi í átt að sjálfbærni. Markmið jarðhitaverkefnis Landverndar er að vernda viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999 (225. mál á 140. löggjafarþingi).
Rammaáætlun: Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunarum áætlun um vernd og orkunýtingulandsvæða. Umsögn 13 náttúruverndarsamtaka
Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.
Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna.
Fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla
Enn eru nokkur sæti laus í gönguferð Landverndar og Ferðafélags Íslands um fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla 8-10. júlí. Sigmundur Einarsson jarðfræðingur leiðir hópinn og fræðir um þau fyrirbæri sem á vegi hans verða.
Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
Landvernd fagnar áformum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.
Opinn fundur um álver í Helguvík – föstudaginn 12. janúar
Nýleg könnun á vef Víkurfrétta sýnir að skiptar skoðanir eru um hvort reisa skuli álver í Helguvík. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa svæðisins en samt er unnið að framvindu málsins.
Hálendisvegaskýrsla Landverndar
Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.
Náttúra – Tónleikar til stuðnings náttúruvernd á Ísland – 2008
Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós ásamt Ólöfu Arnalds halda tónleika til stuðnings náttúruvernd á Íslandi í brekkunni fyrir ofan þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík kl. 17, laugardaginn 28. júní nk.
Á ferð um Teigsskóg
Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.
Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis
Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.
Málþing um ÍslandsGátt – 2006 – sjálfbær ferðaþjónusta.
Haldið föstudagurinn 9. júní, kl. 14:00 í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.Markmið málþingsins var að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem ÍslandsGátt getur boðið upp á.
Stjórnvöld heimili ekki boranir í Kerlingarfjöllum
Stjórn Landverndar vill að stjórnvöld hafni umsókn um heimild til að bora tilraunarholu vegna hugsanlegrar jarðvarmavirkjunar í Kerlingarfjöllum.
Þjórsárverum borgið?
Samvinnunefndin um miðhálendið og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafna hugmyndum um virkjanir í Þjórsárverum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.