Vistheimt með skólum
Verkefnið var starfrækt á árunum 2013- 2023 og beindi sjónum nemenda að endurheimt vistkerfa (vistheimt) og mikilvægi þess fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni (lífbreytileika) og baráttuna við loftslagshamfarir. Landvernd vann í samstarfi við Landgræðsluna með grunn- og framhaldsskólum víða um land. Nú er verkefnið starfstækt sem þemað Vistheimt innan grænfánaverkefnisins.
Hvað er vistheimt?
Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt.