Kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Landvernd hefur kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á leyfi fyrir framkvæmdum á Stóra Skarðsmýrarfjalli. Þess krafist að leyfið verði ógilt.
Landvernd hefur kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á leyfi fyrir framkvæmdum á Stóra Skarðsmýrarfjalli. Þess krafist að leyfið verði ógilt.
Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.
Skólinn hefur sótt um að fá að halda fánananum næstu tvö ár. Veður og vindar hafa sett mark sitt á gamla fánann sem blakti við skólann þegar skoðunarmenn Landverndar mættu á staðinn 4. maí s.l. Alls verða veittir 8 Grænfánar nú í vor til vitnis um gott umhverfsstarf og umhverfismennt.
Á fundi verkefnisstjóra um Grænfána í Dublin varð mikil umræða um hvort rétt væri að útvíkka verkefnið til annarra en grunnskóla svo sem leikskóla og háskóla. Langflestir voru á því að verkefnið ætti heima í öllum skólum. Einhvers staðar hafði elliheimili spurt hvort það gæti fengið Grænfána.
Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.
Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við.
Nú eru vorannir að hefjast hjá stýrihópi Landverndar um Grænfána. Margir skólar vilja fá að flagga Grænfánanum í vorblænum áður en skólum er lokað að vori og sjá þannig blaktandi viðurkenningu fyrir allt erfiði vetrarins og undanfarinna ára. Í vor eru liðin tvö ár síðan fyrstu skólarnir fengu fána og þeir þurfa því að sækja um aftur nú og sýna fram á að starfinu hefur verið haldið áfram.
Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.
Vistvernd í verki er íslenska nafnið á verkefninu Global Action Plan (GAP)sem sett hefur verið á laggir í 19 löndum. Verkefnið var kynnt alþjóðlega á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio árið 1992 og er sérstaklega sniðið til að stuðla að sjálfbærri þróun neðan frá grasrótinni. Verkefnið snýr að sjálfbærum lífsstíl og styður og hvetur fólk til að tileinka sér lífsvenjur og heimilishald sem hlýfir umhverfi og eflir heilsu. Alþjóðafundur aðildarlandanna var haldinn í Svíþjóð helgina 19.-21. maí …
Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulags- stofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila.
Nýleg könnun á vef Víkurfrétta sýnir að skiptar skoðanir eru um hvort reisa skuli álver í Helguvík. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa svæðisins en samt er unnið að framvindu málsins.
Rúmlega tvö hundruð manns sóttu baráttufund fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði. Fundurinn samþykkti ályktun um að skora á sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Áður en teknar eru ákvarðanir um nýtingu á tilteknu landssvæði þurfi að leggja mat á þjóðhagslegan ávinning af nýtingunni.
Fuglavernd, Landvernd, Náttúruverndar- samtök Íslands og Náttúruvaktin hvetja Alþingi til þess að taka af skarið með lagasetningu eða þingsályktun
Það er einlæg von Landverndar að tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nái fram að ganga.
Sveitarfélagið leggur áherslu á að réttum málsmeðferðarreglum hafi verið fylgt og leitað allra lögbundinna álita áður en leyfið var gefið út. Þá vísar sveitarfélagið til þess að í stjórnarskrá segi að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveði.
Hafnir og baðstrandir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2007 þurfa að leggja fram umsókn eigi síðar en 20. febrúar n.k.
Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.
Fjölmörg gögn benda til þess að til þess að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri álvera þurfi framleiðslugetan að vera mun meiri en gert er ráð fyrir í áformum við Húsavík og í Helguvík. Ummæli Thorsteins Dale Sjötveit, aðstoðarforstjóra Hydro, fela í sér enn eina vísbendinguna um þetta. Í Speglinum á Rás 2 sagði Thorstein. …
Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar.