ÁSKORUN
Rödd þín hefur vægi
Áskorun Helguvík
Áskorun um endalok kísilversins í Helguvík Ég skora á Arion banka að standa við loforð um að leggja sitt af mörkum fyrir græna framtíð með …
Áskorun um að hafna Klausturselsvirkjun – risavöxnu vindorkuveri á Fljótsdalsheiði
Tugir risamastra á hæð við þrjár Hallgrímskirkjur hefðu óhjákvæmilega í för með sér gríðarlega eyðileggingu á Fljótsdalsheiði, auk mengunar, truflunar og ógnar við gróður, fugla og spendýr á svæðinu. Landvernd safnar undirskriftum við áskorun um að ekkert verði af Klausturselsvirkjun.
Áskorun til alþingismanna – Tryggið að rammaáætlun þjóni tilgangi sínum
Við skorum á alþingismenn til þess að bregðast við göllum á rammaáætlun og breyta henni þannig að hún þjóni raunverulega tilgangi sínum.
Tryggjum faglega ákvarðanatöku rammaáætlunar
Rammaáætlun er stjórntæki sem ætlað er að byggja á faglegri ákvarðanatöku. Við búum í einstöku landi og berum ábyrgð á því.
Vindorkuver eiga heima í rammaáætlun
Markmið rammaáætlunar er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Vindorka er þar ekki undanskilin.
Stærðarviðmiðum í rammaáætlun verður að breyta
Það þarf að fara fram á að allir sem virkja í þeim tilgangi að selja orkuna, þurfi að sæta niðurstöðu rammaáætlunar.
Loftslagsáskorun
Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til afdráttarlausra og öflugra aðgerða til að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem nú blasir við í loftslagsmálum og ógnar öllu lífríki.
Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu
Skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar. Friðlýsum áhrifasvæði Hvalárvirkjunar og verndum óbyggð víðerni Stranda. Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.
Áskorun á ráðherra frá stjórn Landverndar
Stjórn Landverndar skorar á Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra og Umhverfis- og auðlindaráðherra að virða niðurstöðu úrskurðanefndarinnar og láta af áætlunum um lagasetningar sem snúa úrskurði hennar.
Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum
Landvernd skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að virkja þetta ákvæði og friðlýsa hið allra fyrsta stærstu lindavatnssvæði landsins gagnvart orkuvinnslu. Jafnframt skorar Landvernd á orkufyrirtæki og sveitarstjórnir að láta af hernaði gegn þessum djásnum landsins.
Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína
Höfnum lagafrumvarpi sem leyfir byggingu háspennulína frá Kröflu að Bakka!
Áskorun gegn sprengisandslínu
Landvernd hefur sett upp áskorun á vefnum þar sem almenningur getur tekið undir kröfuna um að Landsnet falli frá Sprengisandslínu og matsáætlun hennar verði hafnað af Skipulagsstofnun
Fjöldi fólks mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag
Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag. Verði þingsályktunartillagan samþykkt er rammaáætlunarferlið ónýtt. Aðalfundur Landverndar beinir því til Alþingis að falla þegar í stað frá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar.
Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir á hálendinu
Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.
Stjórnvöld hætti við vinnslu olíu og gass
Landvernd tekur þátt í yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru kröfð um að láta þegar af áætlunum um vinnslu olíu og gass í íslenskri efnahagslögsögu
Náttúruverndarfólk til fundar við forsætisráðherra
Landvernd mun í dag afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum.
Stjórn Landverndar kallar á aðgerðir vegna síldardauða
Stjórn Landverndar hvetur stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða í Kolgrafafirði vegna síldardauðans og að auknar verði rannsóknir á áhrifum fjarðaþverana á lífríki.
Fresta ber fjárveitingu til Álftanesvegar eftir Gálgahrauni
Stjórn Landverndar tekur undir áskorun aðalfundar Hraunavina til Alþingis um að fresta fjárveitingu til lagningar nýs Álftanesvegar eftir endilöngu Gálgahrauni.
Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun
Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.