Þú er hér - Category: Málþing og fundir

Vel sótt málþing um miðhálendið.

Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »

Málþing um miðhálendið

Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að málþingi um miðhálendið. Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina heild, og hvernig þá vernd megi tryggja.

SJÁ VERKEFNI »
Góðir göngustígar geta stýrt umferð gangandi vegfarenda um náttúruperlur, aukið aðgengi og um leið verndað viðkvæm svæði, landvernd.is

Fetum rétta stíginn

Hvernig má bæta umgengni og vernda náttúruperlur með stígagerð? Skoski landfræðingurinn Bob Aitken flutti fyrirlesturinn Finding the right path sem tekur á göngustígastjórnun og möguleikum Íslendinga á því sviði.

SJÁ VERKEFNI »
Handtaka í Gálgahrauni, landvernd.is

Náttúruverndarþing 2014

Náttúrverndarhreyfingin boðar til Náttúruverndarþings í fundarsal Ferðafélags Íslands laugardaginn 10. maí kl. 10:00-18:00. Fjallað verður um nokkur verkefni náttúruverndarsamtaka, umhverfisverndarsamtök ungs fólks og aðgerðarhyggju og framkomu lögreglu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

SJÁ VERKEFNI »