Þú er hér - Category: Málþing og fundir

Bill McKibben átti fund með fulltrúum þingflokka

Bill McKibben hitti fulltrúa þingflokka á hádegisfundi í dag. Hann sagði að nú væri mikilvægt að einhver þjóð bryti ísinn og tilkynnti að olía, gas eða kol yrðu ekki unnin úr jörðu þótt möguleikinn á því væri fyrir hendi. Slík yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum.

SJÁ VERKEFNI »

Sérstæði íslenskrar náttúru

Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar hélt fyrirlestur um mikilvægi náttúrunnar og náttúruverndar fyrir þróun og framtíð ferðaþjónustunnar og lagði sérstaka áherslu á hálendi Íslands

SJÁ VERKEFNI »

Fjölmenni á Náttúruverndarþingi 2012

Um 150 manns sóttu Náttúruverndarþing í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Guðmundi Páli Ólafssyni var veitt viðurkenningin Náttúruverndarinn, fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar frá þinginu. Meginályktunin fer hér á eftir

SJÁ VERKEFNI »

Tími ofnýtingar náttúruauðlinda liðinn!

Landgræðsla ríkisins og Landvernd bjóða til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 17. apríl kl. 12:15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Roger Crofts, sem er alþjóðlegur ráðgjafi margra ríkisstjórna og félagasamtaka á sviði umhverfismála, fjallar í fyrirlestrinum um framtíðarsýn sem byggir á nýju gildismati, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirlesturinn er á ensku.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Laxeldið og áhrif þess á lífríkið

Landvernd boðar til málstofu þriðjudag 11. nóvember kl. 16.30 í Norræna húsinu í Reykjavík til að fjalla um laxeldi í sjókvíum og möguleg áhrif þess á íslenskt lífríki“. Jafnframt á að varpa ljósi á þá samfélagslegu hagsmuni sem tengjast laxeldi og veiðum í ám.

SJÁ VERKEFNI »