Loftslagsbreytingar og valdefling
Loftslagsbreytingar og valdefling
Afmælispakki grænfánans í október
Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.
Hvað eru eiginlega
loftslagsbreytingar?
Loftslagsbreytingar eru eitt af þemum sem skólar geta valið að vinna að í átt að grænfána. Þá skoða nemendur stöðuna í skólanum og setja fram aðgerðir og markmið.
Loftslagsbreytingar
Hér finnast örverur, frumverur, plöntur, sveppir og dýr.
Lofthjúpurinn sem umlykur Jörðina heldur á okkur hita og verndar okkur gegn skaðlegum geislum.
Meðalhiti jarðar er 15 gráður á celsíus. Þetta hitastig hentar okkur vel og er ákveðnum efnum í lofthjúpnum að þakka. Þessi efni kallast gróðurhúsalofttegundir og þeim tilheyra meðal annars koltvíoxíð CO2, metan CH4 og vatnsgufa H2O.
Gróðurhúsalofttegundirnar gleypa í sig varma og halda hita á jörðinni, líkt og plánetan okkar væri í lopapeysu. Án þeirra væri meðalhitinn á jörðinni mínus átján gráður á celsíus.
Þetta kallast gróðurhúsaáhrif. Þau eru náttúrulegt fyrirbæri og án þeirra væri ekki líft á jörðinni.
Á síðustu 100 árum hefur styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum aukist mikið vegna athafna mannsins.
Þá sérstaklega vegna bruna á kolum, olíu og öðru jarðefnaeldsneyti til að framleiða rafmagn og nota í iðnað og samgöngur.
Losun metans frá landbúnaði og urðun urgangs hefur aukist og
gróðureyðing veldur minni bindingu koltvíoxíðs í gróðri og jarðvegi.
Þetta gerir það að verkum að styrkur gróðuhúsloftegunda í lofthjúpnum hefur aukist – lopapeysan hefur þykknað.
Frá iðnbyltingunni hefur Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum gert það að verkum að loftslagið hefur nú þegar hlýnað að meðaltali um 1°C
Hnattræn hlýnun hefur víðtæk áhrif. Hafís og jöklar bráðna, sjávarborð hækkar, gróður og dýr þurfa að takast á við breytt búsvæði,
Þurrka, flóð og, skógarelda,
heimshöfin sem gleypa í sig koltvíoxíð súrna eins og sódavatn og má því kalla þessar breytingar loftslagshamfarir.
Við þurfum að endurhugsa hvernig við sem mannkyn ætlum að lifa lífinu.
Við þurfum að sleppa því sem er óþarfi og minnka neyslu, henda minna og sóa minna. Við þurfum að gera minna af því sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda.
Það þarf að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins og kol, og olíu. Bensín og dísel eru gerð úr olíu.
Það þarf að draga úr mengandi iðnaði, eins og stóriðju og fyrirtæki þurfa að framleiða mat og vörur á þann hátt að það skaði ekki lofthjúpinn og náttúruna.
Mannkynið þarf að ráðast í stórar kerfisbreytingar.
Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað núna því að við þurfum að snúa við blaðinu á þessum áratug.
OG við getum það.
Við þekkjum lausnirnar og mannkynið hefur svo sannarlega náð að gera stóra hluti þegar það tekur höndum saman.
Fyrir tæpum fjörutíu árum stóðum við frammi fyrir þeirri ógn að það það var komið gat á osonlagið. Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúpsins sem verndar okkur gegn skaðlegum geislum sólarinnar, líkt og sólgleraugu.
Gatið myndaðist vegna ósoneyðandi efna sem voru notuð í iðnað eins og freons sem var meira að segja notað í ísskápa.
Þegar fólki var þetta ljóst tóku valdhafar í heiminum sig saman og bönnuðu framleiðslu og notkun margra þessara efna. Alla tíð síðan hefur dregið úr notkun þeirra og gatið hefur minnkað.
Þó það sé a ábyrgð þeirra sem ráða í heiminum að leysa þennan stóra vanda sem loftslagshamfarir eru þá er margt sem við sem einstaklingar getum gert til að vera hluti af lausninni.
Breyting á okkar eigin lífsstíl og neysluvenjum er fyrsta skrefið og svo getum við haft áhrif á aðra í kringum okkur.
”Enginn er of smár til að hafa áhrif” eru mikilvæg skilaboð frá Gretu Thunberg. Hún hefur sjálf sannað þetta í verki með því að hafa komið af stað stórri alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks sem krefst þess að ráðafólk ráðist í alvöru loftslagsaðgerðir.
Þegar fólk tekur sig saman getur það skapað mikinn þrýsting á fyrirtæki, stjórnmálafólk og aðra einstaklinga.
Í gegnum söguna hefur tekist að gera miklar og mikilvægar breytingar og við getum það aftur núna. Því munið, enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað og við getum öll haft áhrif.
Við getum öll haft áhrif
Verkefni
Skelin – Hver gerir hvað?
Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni
Loftslagsbingó
Bakrýni. Hugsum nútíð og fortíð í framtíð og finnum lausnir.
Kryfjum vandamálið til mergjar – þankahríð og hugarkort
Hafðu áhrif – Verkefni
Draumaframtíðin mín
Amma, afi, ég og barnabarnið mitt
Stígðu fram – Skoðum loftslagsréttlæti og forréttindi
Loftslagskvíði – Verkefni – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann.
Ef ég væri Nalía frá Indlandi eða Peter frá Holland? Vitnisburður um loftslagsmál – Hlutverkaleikur
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert fyrir jörðina?
10 hlutir sem þú getur gert til að hjálpa loftslaginu?
Lestu um loftslagsbreytingar
Lestu um loftslagsbreytingar
Hvað er loftslagskvíði? – Allt sem þú þarft að vita og góð ráð.
Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar
Afleiðingar matarsóunar
10 hlutir sem þú getur gert til að hjálpa loftslaginu?
Loftslagsbreytingar, hamfarir og flóttafólk
Hvað er hamfarahlýnun?
Afleiðingar hlýnunar jarðar
Deildu með okkur hugmyndum og myndum
Ítarefni
Áhrif loftslagsbreytinga á réttindi barna. Ævar Þór Benediktsson útskýrir loftslagsbreytingar. UNICEF.
Skilaboð frá Greta Thunberg. Enska. 3:30 mín. #NatureNow. WWF. World Wildlife Fund.
Greta Thunberg. Viðtal. Why We Need Government Action to Save the Planet. 9:10 mín. Enska. Greta Thunberg og Trevor Noah ræða saman. The Daily Show
Greta Thunberg talar um loftslagsbreytingar. 11:30 mín. Enska. The disarming case to act right now on climate change. TED-EX í Stokkhólmi.
Home. Fræðslumynd á vef Menntamálastofnunar.
Hvað eru gróðurhúsaáhrif? Hreyfimynd. Landvernd.
Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina, stuttþáttaröð Landverndar um neyslu.
Hvað getum við gert? Staðan. 1. Þáttur. 10. Mín. Félag Sameinuðu þjóðanna og Saga film.
Jörðin. Hvað er að gerast? 10:00 mín. Viðtal við Sævar Helga Bragason. Krakkarúv.
Kolefnishringrás. Enska. Ætlað miðstigi og yngra stigi.
Kolefnishringrás. Enska. Ætlað unglingastigi og eldri.
Loft. Fræðslumyndband um loft og loftslagsbreytingar. 6:30 mín. Jörð í hættu!?
Loftslagsbreytingar. Mörg myndbönd. Enska og Franska. Office for Climate Education.
Aðeins þrjú lönd innan Evrópusambandsins á réttri braut í loftslagsmálum. Hvatinn.
Gróðurhúsaáhrif og hlýnun Jarðar. Landvernd.
Hvernig spá vísindamenn fyrir um loftslagsbreytingar? Hvatinn
Loftslagsbreytingar. Umhverfisstofnun.
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á kynákvörðun sæskjaldbaka. Hvatinn
Loftslagsbreytingar og súrnun sjávar. Himinn og haf.
Loftslag.is Vefur um loftslagsmál
Loftslagsmál. Upplýsingasíða. Himinn og haf.
Loftslagsmál. Vefur Landverndar um loftslagsmál.
Loftslagsréttlæti. Landvernd.
Loftslagsmál og samgöngur. Eitt af þemum grænfánans. Skólar á grænni grein.
Loftslagsbreytingar, hamfarir og flóttafólk. Formaður Rauða Krossins skrifar. Landvernd.
Land og loftslagsbreytingar. Pistill eftir Dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur.
Parísarsamkomulagið. Landvernd.
That’s how fast the carbon clock is ticking. Enska. Mercator research institute on global commons and climate change.
Greta Thunberg og skólaverkfölll á Íslandi. Íslenska. Krakkakastið. 15:24 mín.
Dr. Hafdís Hanna Ægisdóttir talar um vistheimt. Íslenska. 10:30 mín. Samfélagið. Rás 1.
Dr. Hafdís Hanna Ægisdottir talar um bjartsýni fyrir umhverfið. Íslenska. 11:30 mín Samfélagið. Rás 1.
Jörð í hættu!? Þverfaglegt námsefni sem samþættir náttúrufræði og samfélagsgreinar.
Grænu skrefin. Menntamálastofnun. Grænu skrefin. Menntamálastofnun.
Hreint haf. Sjá kafla 3. Ógnvaldar hafins. Námsefni um hafið og áhrif þess á líf okkar. Landvernd og Menntamálastofnun.
Kolefnisreiknir. Hefur þú reiknað út þitt kolefnisspor? Efla og Orkuveita Reykjavíkur.
Komdu og skoðaðu umhverfið. Menntamálastofnun.
Loftslagbreytingar. Efni fyrir kennara. Verkefni, myndbönd, leikir. Enska. Office for Climate education.
Loftslagsbreytingar. Náttúrufræði á nýrri öld. NaNo.
Verður heimurinn betri? Námsefni frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.
Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni.