Matur
Matur
Afmælispakki grænfánans í janúar
Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.
Hvað veist þú mat og sjálfbærni?
Hefur þú spáð í hve magnað það er að geta farið út í búð og keypt mat frá allskonar ólíkum heimshlutum jarðarinnar?
Matur virðist vera til í ótakmörkuðu magni og valkostir okkar eru endalausir.
Kannski kaupir þú þér banana sem kemur frá Brasilíu og súkkulaðistykki frá Kanada.
Kannski fer brauð ofan í pokann sem er merkt íslenskum framleiðanda, en hvaðan kemur hveitið sem notað er í brauðið? Kínverjar eru stærstu framleiðendur hveitis í heiminum. Kemur hveitið frá þeim?
Svo flækjast málin þegar vörurnar sem við kaupum hafa mörg innihaldsefni. Kannski koma innihaldsefnin í einni vöru frá 10 ólíkum löndum.
Fyrir aðeins 10 árum höfðum ekki aðgang að svo fjölbreyttum mat. Í dag má finna nánast allt sem hugurinn girnist í verslunum landsins.
Þó það líti út fyrir að endalaust framboð sé af matvælum í heiminum er raunin ekki sú. Allur matur kemur einhversstaðar frá og Jörðin þarf að geta staðið undir lifnaðarháttum okkar.
Matur hefur misjafnlega mikil áhrif á loftslagsbreytingar og fer það eftir tegund fæðunnar hversu mikil áhrifin eru.
Kolefnisspor er aðferð til þess að mæla áhrif sem hlutir svo sem matur hafa á loftslagsbreytingar og það getur hjálpað okkur að sjá hversu mikil áhrifin eru af okkar neyslu. Því stærra sem kolefnissporið er, þeim mun meiri áhrif hefur maturinn á loftslagsbreytingar.
Við viljum hafa kolefnissporið sem minnst. Það þýðir ekki að við ætlum að hætta að borða eða borða minna, heldur frekar hugsa um það hvað við borðum.
Kolefnisspor kjöts er mjög stórt og þá sérstaklega nautakjöts og lambakjöts. Kolefnisspor grænmetis, bauna og kornvara er mun minna.
Eitt sem við getum gert til þess að hafa áhrif er að borða oftar þann mat sem hefur minna kolefnisspor. Það þýðir ekki að við þurfum að hætta að borða allt sem okkur þykir gott, en við getum valið að fækka þeim skiptum sem við borðum mat sem hefur stórt kolefnisspor.
Við getum prófað að halda kjötlausa mánudaga, valið grænmetisréttinn í skólanum og hvatt fólkið í kringum okkur til að hugsa um kolefnisspor matarins þegar þau versla inn fyrir heimilið.
Við getum prófað okkur áfram í að elda grænmetisrétti og hvatt skólakokkinn til þess að vinna með okkur.
Flest elskum við að borða en vissir þú að þriðjungi matvæla sem framleiddur er fyrir okkur er hent?
Fólk í ríkum löndum, eins og á Íslandi, sóar að meðaltali 100 kílóum af mat á mann á hverju ári, en í fátækari löndum er 10 kílóum á mann sóað.
En hvað getur þú gert til þess að leggja þitt af mörkum?
Með því að draga úr matarsóun verndar þú umhverfið, ferð betur með Jörðina okkar og sparar pening.
Þú getur passað að setja ekki of mikið á diskinn – þegar þú ert í skólanum.
Þú getur reynt að henda sem allra minnst af mat.
Þú getur fengið fólkið í kringum þig með þér í að elda úr afgöngum og kaupa minna inn í einu. Þegar við borðum afganga í stað þess að henda þeim berum við virðingu fyrir jörðinni og því sem hún veitir okkur.
Það er ótal margt fleira sem hægt er að gera til þess að hafa góð áhrif. Þú getur til dæmis prófað að rækta þitt eigið grænmeti.
Þú getur óskað eftir því að skólinn þinn skoði matarsóun og kolefnisspor matarins og setji upplýsingar um það á vegg í matsal skólans.
Svo getur þú skoðað hvort að fólkið sem framleiðir matinn fái mannsæmandi laun.
Til þess að sigrast á loftslagsbreytingum þurfum við að vera meðvituð um áhrif matarins á umhverfið og grípa til aðgerða í eigin lífi. Einstaklingar leysa þennan vanda ekki einir – mikilvægt er að láta stórfyrirtæki og stjórnvöld bera ábyrgð, draga úr matarsóun og setja reglur sem hjálpar loftslaginu.
Mundu að enginn getur allt en allir geta eitthvað.
Heimildir og nánari upplýsingar:
Kolefnisreiknivél, Efla og Orkuveita Reykjavíkur
Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að vinna saman
Við getum öll haft áhrif
Verkefni
Hvað er á disknum mínum? – Verkefni
Haugánar
Ræktum sjálf
Ræktun á kartöflum og grænmeti
Núll sóun
Vigtun á matarleifum
Saman gegn sóun
Hreyfing og hollusta
Skólanestið
Nestið mitt
Meira um Mat
Matarsóun í skólum – vefsíða
Þrír flokkar með fullt hús á munnlega umhverfisprófinu og tveir með núll
Matvælaframleiðsla
Skortur á upplýsingum um matarsóun
Rannveig Magnúsdóttir
Landvernd gegn matarsóun
Vinnum gegn matarsóun, drögum úr loftslagsbreytingum
Ekkert til spillis – Málþing um matarsóun
Matarsóunarverkefni Landverndar
Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september
Norræna ráðherranefndin styrkir átak Landverndar gegn matarsóun
Deildu með okkur hugmyndum og myndum
Ítarefni
Eldað úr afgöngum frá Landvernd og Zero Waste – Hvernig nýtum við afgangana.
Fornhagablokkin, Hvað getum við gert? RÚV
Hvað höfum við gert? Matarsóun. Saga film
Hver ber ábyrgð? Hvað getum við gert? RÚV
Kolefnislaus rækjukokteill. Hvað getum við gert? RÚV.
Matarspor – Kolefnisspor máltíða. Efla
Matarsóun – Notaðu afgangana. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Matarsóun – Notaðu nefið. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Matarsóun – Skipuleggðu ísskápinn. Helga Braga og Umhverfisstofnun
Simpleshow explaines the Carbon Footprint.
The beauty of ugly food. Tristram Stuart.
The journey of bananas. From land to your hand. National Geographic.
Af hverju er matarsóun vandamál? Umhverfisstofnun
Afleiðingar matarsóunar, Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd.
Food: Greenhouse gas emissions. Our world in data.
Hvað er kolefnisspor? Vísindavefurinn
Hvað get ég gert? Umhverfisstofnun
Hvernig mengar það að borða kjöt? Vísindavefurinn.
Hvernig minnka ég matarsóun? Áttavitinn
Kolefnisfótspor fjölskyldna. Loftslagsdæmið. RÚV.
Kolefnisspor, fræðsla og rannsókn hjá Háskóla Íslands
Systematic review of greenhouse gas emissions for different fresh food categories. Journal of Cleaner Production.
Þriggja vikna launum hent í ruslið. Viðtal við Rannveigu Magnúsdóttur, Landvernd.
Af stað með úrgangsforvarnir, verkefni um matarsóun, Nemendahefti frá Norden i skolen.
Food for the future. Námsefni á ensku.
Fræ til framtíðar, ræktun matvæla í skólastofunni.
Grænu skrefin. Menntamálastofnun.
Jörð í hættu!?, þema nauðsynjar og rusl Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.
Kolefnisreiknir. https://www.kolefnisreiknir.is/
Lifandi náttúra, lífbreytileiki á tækniöld. Landvernd.
Matarsóun. Glærukynning – Saman gegn matarsóun, Umhverfisstofnun.
Neysla, Grænu skrefin. Menntamálastofnun.
Saman gegn matarsóun, námsefni eftir Rannveigu Magnúsdóttur og Jóhönnu Höskuldsdóttur hjá Landvernd.
The impact of our food. Office for Climate Education.
We Eat Responsibly, námsefni um matarsóun. Samstarfsverkefni erlendra grænfánaskóla.
Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni.
Kynntu þér námsefni frá Landvernd
Námsefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla um matarsóun Höfundar eru Rannveig Magnúsdóttir og Jóhanna Höskuldsdóttir. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið.
Kynntu þér námsefni frá Landvernd
Námsefni um lífbreytileika og ræktun fyrir leikskóla, yngsta- og miðstig grunnskóla. Sigurlaug Arnardóttir hafði umsjón með gerð efnisins en það er afrakstur Evrópsks þróunarverkefni HOB’s Adventures sem Landvernd, Skólar á grænni grein og grænfánaskólar tóku þátt í. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið.
Menntaverkefni Landverndar
GRÆNFÁNINN
Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt.
Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…
Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…