
Leiðarvísir fyrir valdhafa að betri framtíð
Kæru valdhafar, þið verðið að muna að það er núna sem við verðum að gera breytingar, ekki einhvern tíma í framtíðinni. Verið framsýn, heiðarleg, jákvæð og hugrökk. Komandi kynslóðir munu þakka ykkur fyrir.

Kæru valdhafar, þið verðið að muna að það er núna sem við verðum að gera breytingar, ekki einhvern tíma í framtíðinni. Verið framsýn, heiðarleg, jákvæð og hugrökk. Komandi kynslóðir munu þakka ykkur fyrir.

Kynntu þér umhverfismerkin sem þú getur treyst.

Svona getur þú hjálpað hafinu í plastlausum september.

Meðal manneskja innbyrðir 5 grömm af plasti á viku. Hér eru níu ráð frá Landvernd um hvernig megi draga úr þessu magni.
Aukaefni í plasti geta valdið skaða í lífríkinu. Sum efni komast inn í frumur og geta haft hormónabreytandi áhrif. Horfðu á myndbandið.

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

Hvað er örplast? Vissir þú að með því að keyra minna dregur þú úr því magni örplasts sem færi annars út í náttúruna?

Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?

Plastáskorun – Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?

Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?

Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.

Það skýtur skökku við að atvinnulífið eigi að hafa meirihluta í stjórn Úrvinnslusjóðs, sem er eign ríkisins, og fjármagnaður af neytendum.

Úrgangsmál Íslendinga eru í miklum ólestri og tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt. Við hvetjum til úrbóta.

Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.

Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.

Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.