Leitarniðurstöður

jólagosið, áldósir í hrúgu, landvernd.is

Jólagosið

Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.

Skoða nánar »
kerti með vetrarskreytingu, landvernd.is

Kerti sem brennur ekki

Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd að jólaskrauti þar sem klósettrúlluhólkur er notaður. Verkefni fyrir nemendur á öllum aldri.

Skoða nánar »
marglitaðgarn,landvernd.is

Sauma í pappír

Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.

Skoða nánar »
Gamlar bækur í hrúgu. Jólabókaflóð. landvernd.is

Jólabókaflóð

Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

Skoða nánar »
Krukkur með mold, mismunandi efni sem brotna niður. Molta í krukku, verkefni úr Hreint haf. landvernd.is

Molta í krukku

Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

Skoða nánar »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

Skoða nánar »
20 flíkur á snúru fyrir utan ljósbláa byggingu. Óskilamunir er verkefni frá Skólum á grænni grein.

Óskilamunir

Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára.

Skoða nánar »
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.

Skoða nánar »
Stjörnubjartur himinn séður neðan úr djúpu gili. Geimskipið.

Geimskipið

Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.

Skoða nánar »
Margir hlutir í hillu í geymslu. Svarthvít mynd. Hugleiðingar um hluti er verkefni frá Skólum á grænni grein

Hugleiðingar um hluti

Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.

Skoða nánar »
Hönd heldur á skel. Verkefni.

Skelin – Hver gerir hvað?

Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?

Skoða nánar »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Skoða nánar »
Saman gegn matarsóun - Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd, landvernd.is

Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.

Skoða nánar »