Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Opið bréf stjórnar Landverndar til forsætisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar. Þar er einkum fjallað um eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans, hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöldum, sem sífellt fleiri nefna hamfarahlýnun. Í bréfinu er einnig vísað til aðgerða til bæta orðspor Íslendinga í loftslagsmálum. Það eru tillögur sem félagar í Landvernd hafa tekið saman á árinu sem er að líða.
Grípa þarf til aðgerða í loftslagsmálum og það strax! Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem fram hafa komið á vettvangi Landverndar.
Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla leyfi iðnaðarráðherra til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Landvernd stendur vörð um lýðræðislega stjórnarhætti þegar kemur að umhverfismálum.
Ályktanir um víðerni landsins, aðgerðir í loftslagsmálum, miðhálendisþjóðgarð, hvalveiðar, orkusparnað og orkunýtni og hringrásarhagkerfi voru samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019.
Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.
Nýjasta útspil ríkisstjórnar Íslands og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndarinnar er klár misbeiting valds. Lögum er breytt vegna hagsmuna tveggja fyrirtækja í miklum flýti án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. Með þeim gjörningi eru tvær stoðir Árósarsamningsins brotnar: réttur almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skylda ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið.
Aðalfundur Landverndar samþykkti ályktanir um mat á umhverfisáhrifum, rammaáætlun, lífbreytileika, örplast og fráveitumál og verndun lindáa.
Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.
Það er ekki að nóg að setja svæði á framkvæmdaáætlun fyrir friðlýsingar til næstu fimm ára. Henni þarf að fylgja eftir þangað til viðkomandi svæði eða fyrirbæri hefur verið friðlýst.
Í ársskýrslu Landverndar 2017-2018 er stiklað á stóru um starf samtakanna á árinu.
Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.
Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi.
Stjórn Landverndar harmar að málsmetandi blaðamenn RÚV hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.
Áform um sameiningu verkefna á sviði náttúruverndar fagnað
Landvernd hefur fundað með umhverfis- og auðlindaráðherra og hvatt hana til aðgerða til verndar Leirhnjúkshrauni