Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál
Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.
Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.
Umsögn um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps
Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.
Umsögn Landverndar um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
Stjórn Landverndar fagnar því að fram sé komin tillaga um eflingu græns hagkerfis hér á landi.
Landvernd telur að flestar þær fyrirhuguðu breytingar sem fram koma í frumvarpsdrögum séu til bóta.
Umhverfismat samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022
Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna.
Stjórn Landverndar fagnar þeim tillögum sem Stjórnlagaráð hefur birt í áfangaskjali um mannréttindakafla. Stjórnin fagnar sérstaklega tillögu um að stjórnvöldum beri að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Með slíku ákvæði yrði skýrt kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda.
Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss en þar er gert ráð fyrir að opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í orkuvinnslusvæði fyrir jarðgufuvirkjun og gerð tillaga um rannsóknarboranir við Gráuhnúka.
Gera verður breytingar á frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, að mati stjórnar Landverndar. Þá þarf umhverfisráðherra víðtækara umboð til að hlutast til um aðgerðir vegna eldri náma.
Það er einlæg von Landverndar að tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nái fram að ganga.
Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.
Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar.
Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.
Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulags- stofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila.
Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.
Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.
Landvernd hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögu að samgöngu- áætlun. M.a. er fjallað um Gjábakkaveg, Vestfjarðarveg, Dettifossveg og …
Landvernd telur tillögu að náttúruverndaráætlun um margt góða en saknar þess þó að fleiri háhitasvæði skuli ekki hafa ratað í hana. Svæði á borð við Brennisteinsfjöll, Reykjadal og Grændal á Hengilssvæði, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið o.fl.