Þú er hér - Category: Umsagnir

Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Rammaáætlun: Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunarum áætlun um vernd og orkunýtingulandsvæða. Umsögn 13 náttúruverndarsamtaka

Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs

Stjórn Landverndar fagnar þeim tillögum sem Stjórnlagaráð hefur birt í áfangaskjali um mannréttindakafla. Stjórnin fagnar sérstaklega tillögu um að stjórnvöldum beri að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Með slíku ákvæði yrði skýrt kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsagnir um þingmál

Gera verður breytingar á frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, að mati stjórnar Landverndar. Þá þarf umhverfisráðherra víðtækara umboð til að hlutast til um aðgerðir vegna eldri náma.

SJÁ VERKEFNI »

Áskorun til Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar

Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

SJÁ VERKEFNI »
bitra, hverahlíð, Hengill - Ljósmynd, Kjartan Pétur Sigurðsson, góðfúslega tekin að láni frá www.hengill.nu.

Athugasemdir vegna Bitruvirkjunar

Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.

SJÁ VERKEFNI »

Gjábakkavegsskýrsla Landverndar

Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.

SJÁ VERKEFNI »
Lögum um náttúruvernd skal fylgja, Landvernd krefst þess að náttúran fái að njóta vafans og sinna lögvörðu réttinda, landvernd.is

Umsögn um tillögu að náttúruverndaráætlun

Landvernd telur tillögu að náttúruverndaráætlun um margt góða en saknar þess þó að fleiri háhitasvæði skuli ekki hafa ratað í hana. Svæði á borð við Brennisteinsfjöll, Reykjadal og Grændal á Hengilssvæði, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið o.fl.

SJÁ VERKEFNI »