Þú er hér - Category: Umsagnir

Áskorun til Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar

Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

SJÁ VERKEFNI »
bitra, hverahlíð, Hengill - Ljósmynd, Kjartan Pétur Sigurðsson, góðfúslega tekin að láni frá www.hengill.nu.

Athugasemdir vegna Bitruvirkjunar

Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.

SJÁ VERKEFNI »

Gjábakkavegsskýrsla Landverndar

Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.

SJÁ VERKEFNI »
Lögum um náttúruvernd skal fylgja, Landvernd krefst þess að náttúran fái að njóta vafans og sinna lögvörðu réttinda, landvernd.is

Umsögn um tillögu að náttúruverndaráætlun

Landvernd telur tillögu að náttúruverndaráætlun um margt góða en saknar þess þó að fleiri háhitasvæði skuli ekki hafa ratað í hana. Svæði á borð við Brennisteinsfjöll, Reykjadal og Grændal á Hengilssvæði, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið o.fl.

SJÁ VERKEFNI »

Múlavirkjun verði lagfærð

Í erindi Landverndar til bygginganefndar Eyja- og Miklaholtshrepps er þess krafist að Múlavirkjun lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hún skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Alcoa – hagfræðin loksins höfð með

Um langt skeið hafa álfyrirtækin forðast að nefna hagfræðilegu rökin sem liggja til grundvallar því að vothreinsibúnaði sé hafnað. Í kjölfar athugasemda Landverndar við frummatsskýrlsu Alcoa hefur verið bætt úr þessu og í endanlegri matsskýrslu fyrir álver í Reyðarfirði fjalla menn í fyrsta skipti um hagfræðina að baki þess að vothreinsun sé hafnað.

SJÁ VERKEFNI »
Efnistaka í Ingólfsfjalli, Ingólfsfjall, landvernd.is

Tímamótaákvörðun um Ingólfsfjall

Ákvörðun sveitarstjórnar Ölfuss um áframhaldandi efnistöku í Ingólfsfjalli þvert á álit Skipulagsstofnunar er tímamótaákvörðun. Samkvæmt áður gildandi lögum hefði ekki verið hægt að fara gegn niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum með þeim hætti sem hér hefur verið gert.

SJÁ VERKEFNI »
Dettifoss er einn vatnsmesti foss Evrópu, landvernd.is

Dettifossvegur frá sjónarhóli Landverndar

Landvernd hvetur til málefnalegra skoðanaskipta í kjölfar gagnrýni sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á umsögn Landverndar um Dettifossveg og ályktunar Húsavíkurbæjar um sama mál. Samtökin minna á að hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara saman.

SJÁ VERKEFNI »