Þú er hér - Category: Umsagnir

Verndum náttúruna, landvernd.is

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027

Almennt má segja að orðið hafi forsendubrestur frá fyrri kerfisáætlunum Landsnets, sem gerir það að verkum að endurgera þarf nýja kerfisáætlun að verulegu leyti með tilliti til breyttra tíma, auk þess sem kerfisáætlun 2017 var ekki samþykkt af Orkustofnun.

SJÁ VERKEFNI »

Neikvæð umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar – Fréttatilkynning

Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.

SJÁ VERKEFNI »

Uppbyggður Kjalvegur

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.

SJÁ VERKEFNI »