Ráðstefna Skóla á grænni grein
Landvernd heldur ráðstefnuna „Byggjum á grænum grunni“ fyrir þátttakendur í verkefninu Skólum á grænni grein, Grænfánaverkefninu, föstudaginn 11. október 2013 kl. 8-16 í Kaldalóni í Hörpu.
Landvernd heldur ráðstefnuna „Byggjum á grænum grunni“ fyrir þátttakendur í verkefninu Skólum á grænni grein, Grænfánaverkefninu, föstudaginn 11. október 2013 kl. 8-16 í Kaldalóni í Hörpu.
Námskeið um endurheimt vistkerfa – Vistheimt með skólum.
Landvernd auglýsir laust til umsóknar starf við verkefnið Skólar á grænni grein – grænfánaverkefnið. Ráðið verður til sex mánuða með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Aðalfundur Landverndar ályktaði um menntun til sjálfbærni í skólum landsins og styrkingu grænfánaverkefnis samtakanna.
Í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins 21. nóvember fjallaði Shelley McIvor um breytingar á hegðun fólks og hvernig menntun, miðlun og þátttaka væru lykillinn að aukinni umhverfisvitund fólks.
Kvennaskólinn í Reykjavík flaggaði í dag fyrsta Grænfána sínum við hátíðlega athöfn. Landvernd óskar Kvennó innilega til hamingju með áfangann.
Þann 16. september er árlega haldið upp á Dag íslenskrar náttúru. Á vef sem unnin var í samvinnu Landverndar og Námsgagnastofnunar má finna áhugaverðan fróðleik og skemmtileg verkefni sem nota má í tilefni dagsins.
Föstudaginn 14. september fékk Giljaskóli á Akureyri Grænfánann afhentan í fyrsta sinn. Smá athöfn var í íþróttahúsinu þar sem nemendur lásu upp slagorð og hugleiðingar um umhverfismál, hlustað var á tónlistaratriði og Gerður frá Landvernd afhenti fánann formlega. Fáninn var svo dreginn að húni fyrir utan skólann þar sem hann mun blakta og minna okkur á mikilvægi þess að huga vel að umhverfinu og að fara vel með jörðina okkar!
Dagur íslenskrar náttúru var í gær, 16. september, haldinn hátíðlegur víða um land en þetta er í annað sinn sem deginum er fagnað.
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september n.k. Á síðasta ári útbjó Námsgagnastofnun safnvefinn Dagur íslenskrar náttúru, í samvinnu við Landvernd. Þar má finna áhugaverðan fróðleik og skemmtileg verkefni sem nota má í tilefni dagsins. Skoða námsefni.
Landvernd skilaði á dögunum inn umsögn um umfjöllun um náttúrufræðigreinar í nýrri aðalnámskrá grunnskóla.
Í dag var vorhátíðin okkar haldin og var mikið um að vera hjá okkur í dag. Fyrst voru haldnir Ólympíuleikarnir á túninu við Mjólkursamlagið en þeir eru haldnir í tengslum við Comeniusarverkefnið okkar. Börnunum var skipt í lið eftir þátttökulöndunum og kepptum í ýmsum leikjum og þrautum. Þegar heim var komið hófst grillið og um hádegi tókum við síðan á móti grænfánanum í annað sinn en það var Hafdís Kristjánsdóttir fulltrúi frá landvernd sem afhenti okkur hann.
Síðast en ekki síst voru svo elstu börnin okkar útskrifuð og fengu afhenta rós og útskriftarskjal. Við þökkum öllum þeim fyrir komuna sem sáu sér fært að mæta og eiga góða stund með okkur en það voru margir, bæði foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur.
Varmárskóli tekur við grænfána á 50 ára afmæli skólans.
Sigrún Helgadóttir fyrrum starfskona Landverndar hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn. Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, Grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008.
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.
Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, Varðliða umhverfisins við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.
Nemendur Foldaskóla í Grafarvogi hljóta útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2012 fyrir þátttöku sína í Norræna loftslagsdeginum árið 2010. Í tilefni dagsins ákváðu nemendur skólans að virkja nærsamfélag sitt til þátttöku í þágu loftslagsmála og búa til eitt stórt tré í skólanum til þess að minna á mikilvægi trjánna, m.a. í loftslagsmálum. Verkefnið fólst í því að nemendur dreifðu í hús upplýsingum um mikilvægi þess að hver og einn gerði sitt til þess að sporna við óheillaþróun í loftslagsmálum.
Nemendur í 7. og 8. bekk Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði hljóta útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2012 fyrir vinnu sína að umhverfisþingi skólans. Síðastliðin þrjú ár hafa nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla staðið fyrir umhverfisþingi og eru allir í skólasamfélagi skólans og nærsveitum boðnir þangað velkomnir. Á hverju þingi fyrir sig hafa einhver brýn málefni í umhverfismálum og málefnum sjálfbærrar þróunar í sveitarfélaginu verið tekin fyrir og utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til þess að vera með framsögu.
Nemendur úr Stórutjarnaskóla voru viðstaddir athöfnina í gegn um netið og notuðu nemendurnir úr skólunum tveimur tækifærið til að heilsast á óhefðbundinn hátt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
Það var glatt á hjalla í morgun þegar Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann. Hann er aðþjóðleg viðurkenning fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins.
Elstu börnin skipulögðu hátíðina, þau byrjuðu á að bjóða alla velkomna og kynntu nýjan umhverfissáttmála, OKKUR ÞYKIR VÆNT UM JÖRÐINA, en þessi fallegu orð urðu fyrir valinu hjá börnunum á umhverfisnefndafundi fyrir skömmu síðan. Sungin voru nokkur lög og eftir að nýi fáninn hafði verið dreginn að húni var boðið upp á flatkökur sem börnin á Lundi og Hjalla höfðu smurt og heitan skógardrykk.
Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn fékk fánann afhentan og í upphafi skóladags var íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.
Á hátíðinni í íþróttasalnum var dagskráin að mestu leyti í höndum nemenda skólans. Skólastjóri flutti ávarp í upphafi en síðan sáu Hulda Margrét Sveinsdóttir og Sævar Þór Fylkisson nemendur í 6. bekk um kynninguna. Nemendur í 5. bekk voru með söngatirði og Ásdís Guðmundsdóttir, nemandi í 8. bekk, flutti Umhverfisávarp.
Leikatriði eldri nemenda og upplestur hjá nemendum úr 3. bekk var einnig á dagskrá og að lokum sungu allir skólasönginn saman.
Það var stoltur hópur barna og starfsmanna Kópasteins sem tók á móti Grænfánanum frá Rannveigu Thoroddsen fulltrúa Landverndar 12. mars sl. Það felst mikil viðurkenning í því að fá fánann og við stefnum ótrauð áfram á grænubrautinni. Foreldrum þökkum við kærlega fyrir komuna Það gerir svona stund svo ánægjulega að deila henni með vinum og vandamönnum.
Grænfánanum var flaggað í fyrsta skipti á leikskólanum Leikbæ í Dalvíkurbyggð í dag. Leikskólinn hefur unnið að því nú um nokkurt skeið að fá að flagga grænfánanum og varð það að veruleika í dag.