
Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin
Vistheimt með skólum byggir á endurheimt vistkerfa, reynslunámi og vísindalegri aðferð. Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.














