Þriggja ára styrktarsamningur vegna Skóla á grænni grein í höfn
Undirritaður hefur verið þriggja ára styrktarsamningur vegna Skóla á gænni grein; Grænfánaverkefnisins.
Undirritaður hefur verið þriggja ára styrktarsamningur vegna Skóla á gænni grein; Grænfánaverkefnisins.
Jörðin okkar er bókstaflega að drukkna í einnota plasti og það þarf tvennt til að laga ástandið. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa það plast sem nú þegar er komið út í náttúruna og svo þarf að skrúfa fyrir plastkranann.
Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan Skóla á grænni grein. Yfirskrift fundarins í ár er Sjálfbærnimenntun – fræða en ekki hræða.
Miðstig Bláskógaskóla í Reykholti hóf í haust vinnu við verkefnið “Vistheimt” í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Landvernd og Landgræðslufélag Tungnamanna og er þema í Grænfánaverkefni Landverndar.
Landvernd óskar eftir að ráða starfsmann við verkefnið Skólar á grænni grein – Grænfánaverkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í um 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í 100% stöðu frá 1. september 2018 til 1. júní 2019.
Varðliðar umhverfisins 2018 eru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær.
Fyrsta verkefni nýrra Grænfánaskóla er oft að koma á flokkun. Hér eru nokkur góð ráð sem hjálpa skólum að ná árangri.
Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar nk.
Hátíðarkveðja frá Skólum á grænni grein. Kveðjunni fylgir rafræn jólagjöf!
Nemendur Grenivíkurskóla færðu bæjarbúum græna jólagjöf
Nemendur Grenivíkurskóla færðu öllum íbúum Grenivíkur heimasaumaðan taupoka á aðventunni.
Ævar vísindamaður heimsótti nemendur í Hvolsskóla sem eru þátttakendur í Vistheimtarverkefni Landverndar. Í myndskeiðinu má sjá tilraunareiti nemenda
Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.
Það kennir ýmissa grasa í haustfréttabréfi Grænfánans að þessu sinni.
Haustfréttabréf Skóla á grænni grein 2017
Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir nemendur í MH og þátttakendur í Erasmus+ verkefninu I SEE sem Landvernd tekur þátt í fluttu erindi á Umhverfisþingi þann 20. október síðastliðinn. Þeirra skilaboð eru að við eigum að „Fræða, ekki hræða“.
Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir fluttu erindi á Umhverfisþingi þann 20. október síðastliðinn. Þeirra skilaboð eru að við eigum að „Fræða, ekki hræða“.
Þjóðráð Landverndar! Gerðu þinn eigin taupoka úr gömlum stuttermabol.