Menntun til sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.

Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða. 

Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig. 

Kynntu þér menntaverkefni Landverndar

Grænfáninn

Nemendur og starfsmenn setja markmið um að auka sjálfbærni í skólanum.

Umhverfisfréttafólk

Ungmenni kynna sér umhverfismál og miðla á fjölbreyttan hátt til annarra.

Vistheimt með skólum

Nemendur læra um vistkerfi og vistheimt og gera tilraunir í heimabyggð.

Alviðra

Alviðra er fræðslusetur Landverndar. Þar fara fram fjölbreyttir fræðsluviðburðir.

Verkefnakista
Skóla á grænni grein

Í verkefnakistu Skóla á grænni grein má finna verkefnalýsingar fyrir öll skólastig. Verkefnin eru flokkuð eftir þemum grænfánans, grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnalýsingar koma frá grænfánaskólum víða um land og sérfræðingum Landverndar. 

Við eigum aðeins eina plánetu. Við höfum engan annan staða til að fara á. Ef við nýtum sköpunarkraft okkar vel þurfum við ekki að fara neitt annað. Ef við pössum upp á plánetuna okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér.

Hvað einkennir menntun til sjálfbærni?

Leikskóladrengur stendur fyrir framan þrjá valkosti og kennari tekur niður atkvæði hans. Lýðræðisnám í grænfánaleikskólanum Hálsaskógi, graenfaninn.is

Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir (inquiry based learning og problem based learning) og eru nemendur virkir í eigin námi. Þess er gætt að nemendur hafi rödd, beri ábyrgð og leiti lausna við verkefnavinnu.

Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is

Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.

Skoða skrefin sjö.

Skoða gátlista grænfánans.

Boðið var upp á fjölbreyttar vinnustofur á ráðstefnu Skóla á grænni grein, Við getum öll haft áhrif, landvernd.is

Námið og viðfangsefni eru tengd heimabyggð. Litið er til nærumhverfis, menningararfs, og fjölmenningar. Verkefni eru unnin í samstarfi við stofnanir og fólk í samfélaginu.

Participate and CARE for nature, landvernd.is

Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærni.

Nemendur rannsaka hvaða aðgerð hentar endurheimt vistkerfa í heimabyggð í Vistheimt með skólum, landvernd.is

Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna kveða á um menntun fyrir alla og menntun til sjálfbærni. Grænfáninn er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag, landvernd.is

Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir.

Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að við lifum í þessum heimi og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks í annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, frelsi og jöfnuð.

myndavél og hljóðnemi í náttúruinni

Skólinn, nemendur og starfsfólk miðlar upplýsingum um sjálfbærni og segir frá verkefnum sínum. Nemendur vinna verkefni sem hafa áhrif út í samfélagið og tengist þvetta því einnig grenndarkennslu og tengingu við nærsamfélagið.

Grænfáninn

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem innleiða menntun til sjálfbærni. Skólar nota skrefin sjö sem verkfæri til að innleiða breytingar á skólastarfinu í átt að sjálfbærni og í virku samstarfi nemenda og starfsfólks.

Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.

Nýjustu verkefnin

Auðlindarverkefni

Hversu mikil er þín auðlindaneysla?

Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að ...
Mótmælendur halda uppi stórum borða sem á stendur: Fridays for future. Loftslagsverkföll - Föstudagar fyrir loftslagið. landvernd.is

Loftslagskvíði – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann.

Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni sem gefur okkur hugmyndir um hvernig megi minnka loftlagskvíða. ...
Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess ...
Lúpína

Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils

Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.
BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið ...
hendur með mold og ánamaðka

Hvað felur sig i jörðinni?

Verkefni þar sem nemendur læra um dýr sem eru falin í náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans eða á skólalóðinni. Verkefni fyrir 5-12 ára
plöntur að vaxa í mold

Hvað þurfa plöntur?

Verkefni þar sem nemendur þjálfast í því að átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. Verkefni fyrir 5-12 ...
ljóstillífun

Ljóstillífunarleikur

Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Skólalóð

Lífbreytileiki í grennd við skólann

Nemendur rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Verkefni ...
framræst votlendi - Hlynur

Þjónusta vistkerfa – getum við lifað án náttúrunnar?

Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi ...
Holtasóley

Plöntuskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í plöntuskoðun og læra að þekkja innlendar íslenskar plöntur í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi plantna ...
Skógarþröstur

Fuglaskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í fuglaskoðun og læra að þekkja fugla og fuglahljóð í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi fugla ...
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. ...
lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu ...
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ...
heimskort með pinnum

Leikur um hnattræna dreifingu

Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ...
fatasóun hringrásarmerki

Föt og hringrásarhagkerfið

Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára

Fortíðarblik fyrir framtíðina

Til þess að tryggja framtið mannkyns á jörðu þurfum við að taka höndum saman. 
Menntun til sjálfbærni þjálfar umhverfisvitund fólks.
Við þurfum að skoða hvað í fortíðinni og nútíð hefur skapað ójafnvægi á milli náttúru, samfélags og efnahags.


Heimsmarkmið 4.7 kveður á um menntun til sjálfbærni. Landvernd og skólar á grænni grein hafa verið leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi um árabil. landvernd.is