Menntun til sjálfbærni
Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.
Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða.
Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig.
Kynntu þér menntaverkefni Landverndar
Verkefnakista
Skóla á grænni grein
Í verkefnakistu Skóla á grænni grein má finna verkefnalýsingar fyrir öll skólastig. Verkefnin eru flokkuð eftir þemum grænfánans, grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnalýsingar koma frá grænfánaskólum víða um land og sérfræðingum Landverndar.
Við eigum aðeins eina plánetu. Við höfum engan annan staða til að fara á. Ef við nýtum sköpunarkraft okkar vel þurfum við ekki að fara neitt annað. Ef við pössum upp á plánetuna okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér.
Sir. Ken Robinson
Hvað einkennir menntun til sjálfbærni?
Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir (inquiry based learning og problem based learning) og eru nemendur virkir í eigin námi. Þess er gætt að nemendur hafi rödd, beri ábyrgð og leiti lausna við verkefnavinnu.
Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.
Námið og viðfangsefni eru tengd heimabyggð. Litið er til nærumhverfis, menningararfs, og fjölmenningar. Verkefni eru unnin í samstarfi við stofnanir og fólk í samfélaginu.
Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærni.
Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.
Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir.
Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að við lifum í þessum heimi og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks í annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, frelsi og jöfnuð.
Skólinn, nemendur og starfsfólk miðlar upplýsingum um sjálfbærni og segir frá verkefnum sínum. Nemendur vinna verkefni sem hafa áhrif út í samfélagið og tengist þvetta því einnig grenndarkennslu og tengingu við nærsamfélagið.
Meira um menntun til sjálfbærni
Grænfáninn
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem innleiða menntun til sjálfbærni. Skólar nota skrefin sjö sem verkfæri til að innleiða breytingar á skólastarfinu í átt að sjálfbærni og í virku samstarfi nemenda og starfsfólks.
Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.
UNESCO, 2014
Nýjustu verkefnin
Hversu mikil er þín auðlindaneysla?
Umhverfisleikir
Loftslagskvíði – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann.
Grænþvottur
Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils
BINGÓ – Eldri nemendur
Hvað felur sig i jörðinni?
Hvað þurfa plöntur?
Ljóstillífunarleikur
Lífbreytileiki í grennd við skólann
Þjónusta vistkerfa – getum við lifað án náttúrunnar?
Plöntuskoðun
Fuglaskoðun
Réttlætissalat
Ólík heimili
Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar
Leikur um hnattræna dreifingu
Föt og hringrásarhagkerfið
Fortíðarblik fyrir framtíðina
Til þess að tryggja framtið mannkyns á jörðu þurfum við að taka höndum saman.
Menntun til sjálfbærni þjálfar umhverfisvitund fólks.
Við þurfum að skoða hvað í fortíðinni og nútíð hefur skapað ójafnvægi á milli náttúru, samfélags og efnahags.