Vindorka – Vöndum til verka
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.
Náttúra Íslands er fögur, stórbrotin og gjöful, en á undir högg að sækja. Látum Dag íslenskrar náttúru minna
okkur á að enn er verk að vinna.
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktar um náttúruvernd, friðlýsingar og hálendisþjóðgarð.
Stjórn Landverndar bendir á sjálfbærar aðgerðir til þess að reisa við efnahaginn eftir COVID faraldurinn sem hafa langtímamarkmið um náttúruvernd og verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda að leiðarljósi.
Vissir þú að það er umhverfisvænna að lesa bók en að streyma þætti? Hér eru nokkur góð ráð sem við getum fylgt á Degi jarðar og helst alla daga.
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.
Opið bréf stjórnar Landverndar til forsætisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar. Þar er einkum fjallað um eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans, hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöldum, sem sífellt fleiri nefna hamfarahlýnun. Í bréfinu er einnig vísað til aðgerða til bæta orðspor Íslendinga í loftslagsmálum. Það eru tillögur sem félagar í Landvernd hafa tekið saman á árinu sem er að líða.
Hjarta landsins býr yfir stærstu víðernum Evrópu.
Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Hér má finna námsefni og verkefni sem tilvalið er að leggja fyrir í tengslum við daginn.
Náttúruvernd snýst um verndun lífbreytileika, jarðfræðilegra minja, landslags, víðerna og náttúruminja fyrir umsvifum manna. Náttúruvernd hefur það að markmiði að draga úr hættu á að líf, land, haf, vatn og loft mengist eða spillist með einum eða öðrum hætti. Náttúruvernd miðar einnig að því að auðvelda umgengni og kynni fólks af náttúrunni án þess að henni sé raskað.
Náttúra íslands er viðkvæm og með aukinni vitund um nauðsyn verndar má tryggja að komandi kynslóðir fái hennar einnig notið.
Landvernd telur Landsnet hafa brotið lög með því að taka ekki afstöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð kerfisáætlunar og umhverfismats hennar, líkt og lög bjóða.
Stefna Landverndar árin 2019-2021 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.
Stjórn Landverndar telur að byggja eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd og auðlindir á tillögum stjórnlagaráðs.
Íslendingar eru vörslumenn um 42% af allra villtustu víðernum Evrópu. Víðerni Íslands eru einstök á heimsmælikvarða og þarfnast verndar, bæði náttúrunnar vegna og okkar sjálfra.
Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.
Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Áform um sameiningu verkefna á sviði náttúruverndar fagnað