Leitarniðurstöður

Lögberg Þingvellir. Með lögum skal land byggja. Landvernd krefst þess að lögum um náttúruvernd sé fylgt í hvívetna, landvernd.is

Íslensk stjórnvöld verða að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum

Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.

Skoða nánar »
Áramótakveðja stjórnar Landverndar til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, 2019, landvernd.is

Áramótakveðja til forsætisráðherra

Opið bréf stjórnar Landverndar til forsætisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar. Þar er einkum fjallað um eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans, hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöldum, sem sífellt fleiri nefna hamfarahlýnun. Í bréfinu er einnig vísað til aðgerða til bæta orðspor Íslendinga í loftslagsmálum. Það eru tillögur sem félagar í Landvernd hafa tekið saman á árinu sem er að líða.

Skoða nánar »
Vonarskarð, viðkvæm náttúra og samspil elds og íss, ljósmyndar: Kristján Ingi Einarsson, landvernd.is

Af hverju náttúruvernd?

Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.

Skoða nánar »
Náttúruvernd snýst um verndun lífbreytileika, jarðfræðilegra minja, landslags, víðerna og náttúruminja fyrir umsvifum manna. Náttúruvernd hefur það að markmiði að draga úr hættu á að líf, land, haf, vatn og loft mengist eða spillist með einum eða öðrum hætti. Náttúruvernd miðar einnig að því að auðvelda umgengni og kynni fólks af náttúrunni án þess að henni sé raskað. Náttúruvernd er eitt af þemum Skóla á grænni grein, landvernd.is

Þema: Náttúruvernd

Náttúruvernd snýst um verndun lífbreytileika, jarðfræðilegra minja, landslags, víðerna og náttúruminja fyrir umsvifum manna. Náttúruvernd hefur það að markmiði að draga úr hættu á að líf, land, haf, vatn og loft mengist eða spillist með einum eða öðrum hætti. Náttúruvernd miðar einnig að því að auðvelda umgengni og kynni fólks af náttúrunni án þess að henni sé raskað.

Skoða nánar »