Að drepa bandamenn sína
Hvers vegna verjum við gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á náttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar?
Hvers vegna verjum við gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á náttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar?
Snæbjörn Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, skrifar um það hvernig Landsvirkjun notaði gular plastperlur til að spá fyrir um ætlaða hegðun laxaseiða í neðri Þjórsá.
Náttúruverndarþing 2023 var haldið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem Vinir Þjórsárvera buðu heim í hérað. Þingið var vel sótt en á það mættu yfir 50 manns til að ræða framtíð og áskoranir í náttúruvernd á Íslandi.
Náttúruverndarþing 2023 samþykkti þrjár ályktanir: Um sjálfa náttúruna, helstu áskoranir náttúruverndar á Íslandi og hvernig hægt sé að styrkja náttúruverndina sem best.
Hér er frásögn af vel heppnaðri og fróðlegri ferð ungs fólks um Hálendi Íslands sumarið 2022, þar sem markmiðið var að skoða, upplifa og njóta.
Þrýstingur er úr öllum áttum: Ákall eftir meiri orku og aukinni framleiðslu – sem síðan leiðir til aukinnar neyslu.
Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt.
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur óttast að Íslendingar séu að gera sömu mistökin eina ferðina enn: Að taka opnum örmum erlendum risafyrirtækjum sem axla hér enga umhverfisábyrgð, láta sig íslenska náttúru engu varða – og fara með gróðann úr landi.
Náttúruverndarþing er vettvangur allra sem hafa áhuga á náttúruvernd til að koma saman og ræða stóru málin, fagna sigrum og blása hvert öðru baráttuanda í brjóst. Þingið er öllum opið. Náttúruverndarþing 2023 verður haldið í Árnesi.
Loftslagsvandinn verður ekki leystur með sömu meðulum og skópu hann. Íslendingar verða umfram allt að sýna hugrekki og virkja hugvitið í stað þess að sækja sífellt meira í stórbrotna og verðmæta náttúru landsins. Tryggvi Felixson skrifar.
Hægt er að mæta allri raforkuþörf vegna orkuskipta árið 2030 bara með því að skylda þau álver sem hér starfa til að nýta raforkuna jafnvel og norski álframleiðandinn Norsk Hydro gerir.
Um 20 fyrirtæki bera ábyrgð á 2/3 heildarlosunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Árið 2021 var hagnaður þessara fyrirtækja 136 milljarðar fyrir skatt. Góður vilji nægir ekki þegar kemur að loftslagsmálum.
Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári.
Viðskiptaráð heldur á lofti mikilvægi einkaframtaks í orkumálum og að losa fyrirtækin undan oki skriffinnsku til að flýta fyrir orkuframkvæmdum. Það er hættuspil að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum.
Vindorkuver nýta land, breyta ásýnd þess og hafa mikil áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Látum ekki vindorkuiðnaðinn falla í sama stjórnleysi og fiskeldi.
Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru í sinni umsjá njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði?
Stjórn Landverndar hvetur Alþingi og ráðherra til að bregðast við ábendingum Ríkisendurskoðunar og banna frekari vöxt á fiskeldi í sjókvíum þar til endurbótum á lögum og reglum er lokið og gerð hefur verið ítarleg úttekt á áhrifum þessarar starfsemi á lífríkið við strendur landsins. Ef niðurstaða rannsókna staðfestir víðtæk neikvæð umhverfisáhrif er sjálfgefið að fyrirliggjandi starfsleyfi verði ekki endurnýjuð þegar að því kemur.
Lokið er 15 ára baráttu Landverndar og fjölda annarra gegn virkjanaáformum sem hefðu eyðilagt náttúruperluna Hverfisfljót og einstakt umhverfi hennar. Staðfest er að sveitarstjórnir þurfa að fara að náttúruverndarlögum!
Tugir risamastra á hæð við þrjár Hallgrímskirkjur hefðu óhjákvæmilega í för með sér gríðarlega eyðileggingu á Fljótsdalsheiði, auk mengunar, truflunar og ógnar við gróður, fugla og spendýr á svæðinu. Landvernd safnar undirskriftum við áskorun um að ekkert verði af Klausturselsvirkjun.
Það vekur furðu að rafmagnslaust hafi verið á Suðurnesjum þrátt fyrir að tvær stórar virkjanir séu á svæðinu.