Þú er hér - Category: Ályktanir

Borað eftir olíu á sjó. Orkuskipti næst á dagskrá. Olíuleitarskip. Landvernd kallar eftir jarðefnaeldsneytislausu Íslandi 2035.

Ályktun aðalfundar um orkuskipti

Aðalfundur Landverndar 2022 kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Grænni samgönguinnviði, orkunýtni og orkuskipti ber að setja í algjöran forgang þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmengun, reykur rís úr stóriðjustropmum. Landvernd.

Ályktun um loftslagsmál

Aðalfundur Landverndar 2022 skorar á ríkisstjórnina og á umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og fjármálaráðherra sérstaklega, að beita sér fyrir fjárhagslegum hvötum og gjöldum til þess að atvinnulífið taki virkan og afgerandi þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Án raunhæfra aðgerða atvinnufyrirtækjanna er ljóst að losunarfyrirheit fyrir 2030 nást ekki.

SJÁ VERKEFNI »

Stórfelld uppbygging vindorkuvera í Dalabyggð ekki til heilla

Markmið risavaxinna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum við Breiðafjörð byggja á hæpnum forsendum þar sem landi og gríðarlega dýrmætu lífríki er ógnað ásamt því sem að fyrir liggur að mjög stór hluti samfélagsins, ekki síst nærsamfélagið, er mjög mótfallið þessum umdeildu áformum og inngripi í umhverfi, lífríki og samfélag Dalabyggðar.

SJÁ VERKEFNI »