Þú er hér - Category: Ályktanir

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra

Yfirlýsing Landverndar vegna áforma um álver í Helguvík. Stjórn Landverndar harmar linnulausar árásir fylgjenda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra landsins undanfarið og skorar á hlutaðeigandi aðila að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það þjóni hagsmunum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvesturlandi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði.

SJÁ VERKEFNI »
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

SJÁ VERKEFNI »
Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti, landvernd.is

Hjólreiðar sem fullgildur samgöngukostur

Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.

SJÁ VERKEFNI »
Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Þingsáyktunartillaga um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Flutningsmenn tillögunnar eru llögu úr Náttúruverndaráætlun 1004 – 2008. Þessi tillaga er sett fram sem fylgiskjal með þingsályktunartillögunni.

Þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

SJÁ VERKEFNI »

Hálendisvegaskýrsla Landverndar

Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.

SJÁ VERKEFNI »

Gjábakkavegur, ráðherra fresti útboði

Landvernd vill fresta útboði Gjábakkavegar. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er verkið á skrá yfir fyrirhuguð útboð þrátt fyrir að UNESCO fjalli nú um málefni Þjóðgarðsins og þá umhverfisvá sem líklega myndi hljótast af veginum.

SJÁ VERKEFNI »

Stóriðjuframkvæmdir taka völdin á ný

Við teljum því ekki að spurningin sé hvort, heldur hvenær og hversu umfangsmiklar þessar framkvæmdir verða. Spá um áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir er því meðal mikilvægra forsendna í hagspánni, … Er meðal þess sem segir í hagspá Landsbankans til 2015.

SJÁ VERKEFNI »

Stækkum friðlandið

Yfirlýsing frá stjórn Landverndar. Stjórn Landverndar hefur fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur þar sem set- og miðlunarlónum norðan og vestan Þjórsárvera er hafnað án undangengins mats á umhverfisáhrifum.

SJÁ VERKEFNI »

Norræna ráðherranefndin rannsaki fækkun sjófugla

Fundur Landverndar og norrænna systursamtaka sem haldin var í Færeyjum 27. júlí – 3. ágúst beinir því til ráðherranefndarinnar að finna orsakir fyrir fækkun sjófugla víðsvegar á norður Atlantshafi og koma með tillögur um aðgerðir til úrbóta. Vistkerfi hafsins er í eðli sínu hnattrænt og þarf því að skoða það með heildstæðum hætti á fjölþjóðlegum vettvangi.

SJÁ VERKEFNI »