Þú er hér - Category: GRÆNFÁNINN

Jólafréttabréf skóla á Grænni grein

Nú er árið senn á enda og hefur það að vanda verið viðburðaríkt hjá Skólum á grænni grein. Nú er 231 skóli skráður til leiks með samtals yfir 45 þúsund nemendum og tæplega 5000 kennurum og öðrum starfsmönnum. Heildarfjöldi þeirra sem tekur þátt í verkefninu hér á landi er því um 50 þúsund manns! Samtals fóru 90 Grænfánaafhendingar fram á árinu, þar af fengu tveir skólar Grænfánann í 7. sinn en það voru Fossvogsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri. Það eru fyrstu tveir skólarnir sem ná þeim áfanga hér á landi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim skólum sem náðu markmiðum sínum og fengu Grænfánann afhentan á árinu!

SJÁ VERKEFNI »

Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána

Við hvetjum ykkur til að senda inn umsóknir um Grænfána ef þið óskið eftir úttektum í úttektarmánuðum ársins sem eru mars, júní, september og desember. Það er gott fyrir okkur að vita hverjir óska eftir úttektum svo við getum skipulagt þær með sem bestum hætti. Einnig er hægt að skoða fréttabréfið hér.

SJÁ VERKEFNI »
Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Þriggja vikna launum hent í ruslið

Þjóðir heims henda gríðarlegu magni af mat og eru Íslendingar þar engin undantekning. Árlega hendir hver fjölskylda mat sem samsvarar þriggja vikna launum. Margt má gera til að sporna við þessari óhugnanlegu þróun og koma í veg fyrir þessa sóun.

SJÁ VERKEFNI »