Þú er hér - Category: GRÆNFÁNINN

Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Sótt um fyrir leikskóla

Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.

SJÁ VERKEFNI »

Alþjóðlegverkefni hér og þar

Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Vorannir Skóla á grænni grein

Nú eru vorannir að hefjast hjá stýrihópi Landverndar um Grænfána. Margir skólar vilja fá að flagga Grænfánanum í vorblænum áður en skólum er lokað að vori og sjá þannig blaktandi viðurkenningu fyrir allt erfiði vetrarins og undanfarinna ára. Í vor eru liðin tvö ár síðan fyrstu skólarnir fengu fána og þeir þurfa því að sækja um aftur nú og sýna fram á að starfinu hefur verið haldið áfram.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Keppni fyrir framhaldsskólanema

Keppni í fréttamennsku árið 2008. Ungir umhverfisfréttamenn yre.global/ er eitt af verkefnum FEE (Foundation for Environmental Education), samtökunum sem einnig halda utan um verkefnið um Grænfána (Eco-Schools).

SJÁ VERKEFNI »

Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar og Snælandsskóla Varðliða umhverfisins. Þetta er þriðja árið í röð sem Varðliðar umhverfisins eru útnefndir. Krakkarnir úr árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar sem voru útnefndir Varðliðar umhverfisins hlutu tilnefninguna fyrir verkefnið Jaðrakan. Nemendurnir fylgdust m.a. með ferðum merktra jaðrakana frá Bretlandseyjum til Íslands og tóku þátt í merkingum fugla hér á landi. Einnig létu nemendurnir sig búsvæði fuglanna varða, s.s. með ályktun um verndun þess.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Teiknimyndasamkeppninni breytt

Á árinu 2004 er alþjóðlega verkefnið Skólar á grænni grein (Eco-Schools) 10 ára. Af því tilefni var efnt til alþjóðlegrar samkeppni barna og unglinga í gerð veggspjalda um umhverfismál.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn blaktir við Fossvogsskóla 2006, landvernd.is

Grænfáninn blaktir víða

Fjórir skólar hafa þegar fengið Grænfánann í þessari viku og sá fimmti, Víkurskóli í Reykjavík bætist í hópinn á morgun, laugardag. Öskjuhlíðarskóli í Reykjavík fékk

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Alþjóðlegur Grænfánafundur í Dublin

Grænfánaverkefnið er í stöðugum vexti. Nú eru þátttökuskólar líklega á milli 30-40 þúsund, flestir í Evrópu. S.l. mánuð hafa nýjir skólar bæst í hópinn á Íslandi. Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri Grænfána Landverndar sótti nýlega árlegan fund Grænfánans í Dublin.

SJÁ VERKEFNI »