
Ályktun um loftslagsmál
Aðalfundur Landverndar 2022 skorar á ríkisstjórnina og á umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og fjármálaráðherra sérstaklega, að beita sér fyrir fjárhagslegum hvötum og gjöldum til þess að atvinnulífið taki virkan og afgerandi þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Án raunhæfra aðgerða atvinnufyrirtækjanna er ljóst að losunarfyrirheit fyrir 2030 nást ekki.