Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Náttúra í hættu á Austurlandi
Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Verndargildi Dyrhólaeyjar er hátt. Í umsögn sinni bendir stjórn Landverndar á að mikilvægt er að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða líkt og Dyrhólaóss og aðliggjandi leira og votlendis.
Á sýningunni er varpað ljósi á þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut.
Stjórn Landverndar styður heilshugar tillögu Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Fitja. Stjórnin telur einnig kjörið að nýta tækifærið og tengja saman friðlýst birkiskógarvistkerfi og votlendissvæðið við Fitjar saman.
Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.
Komið er út göngukort um Hvalársvæðið á Ströndum. Drangajökulsvíðerni eru einstök á heimsmælikvarða.
6.-8. ágúst 2020. Ferð í samstarfi við Landvernd, Eldvötn, samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi og Ferðafélag Íslands.
28. júní 2020. Dagsferð um svæði í hættu. Hagavatn og svæðið í kring er ennþá í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í hjarta landsins.
Drangajökull og svæðið umhverfis hann hefur hátt verndargildi sem óbyggð víðerni, bæði á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða. Tímabært er að friðlýsa Drangajökulsvíðerni.
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu
Fjögur náttúruverndarsamtök hafa sent inn stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kærðu framkvæmdaleyfi fyrsta hluta Hvalárvirkjunar í fyrr og gerðu um leið kröfu um stöðvun framkvæmda. Úrskurðanefndin hefur enn ekki úrskurðað í málinu, framkvæmdir eru yfirvofandi og því senda samtökin aftur inn kröfu um stöðvun.
Stjórn Landverndar telur að framkvæmdir í Teigsskógi brjóti gegn lögum um náttúruvernd og skipulagsmál.
Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.
Landvernd fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu Búrfellsgjár en gerir athugasemd að í hana vanti „hrauntröðina“ í Urriðakotshrauni.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.
Stjórn Landverndar lýsir eindregnum stuðningi við friðlýsingu Dranga á Ströndum.
Landvernd telur að allir faglegir ferlar hafi sýnt að veglagningu um Teigsskóg beri að hafna.
Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir Umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitastjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar.
Landvernd telur nóg komið af virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki og krefst þess að stjórnvöld hægi á virkjunaráformum.
Aðgerðaleysi Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár er tilefni stjórnsýslukvörtunar Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Vantar m.a. leyfi fyrir framkvæmdum og tryggja þarf aðhald í mengunarmálum.