Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Hrafnabjargafoss, verndum fossana, landvernd.is

Skjálfandafljót

Landsvirkjun hefur fengið leyfi til að rannsaka möguleikann á virkjun Skjálfandafljóts, en fljótið er meðal verðmætustu svæða landsins m.t.t. landslags og víðerna. Fljótshnjúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjun myndu þurrka Aldeyjarfoss sem löngum hefur þótt einn af fallegri fossum landsins með einstakri stuðlabergsumgjörð. Með Hrafnabjargavirkjun yrði sökkt enn einu stóru gróðursvæði á hálendinu með 25 km löngu miðlunarlóni. Hér er því um gríðarlega verðmætt svæði að ræða og æskilegt væri að friðlýsa Skjálfandafljót frá upptökum til ósa. Á vatnasviði Skjálfandafljóts er að finna stórbrotnar náttúruminjar eins og Aldeyjarfoss, Laufrönd og Neðribotna, Ingvararfoss, Hrafnabjargafoss, Goðafoss, Þingey, Skuldaþingsey, votlendi á Sandi og Sílalæk í Aðaldal, Gæsavötn við Gæsahnjúk, Tungnafellsjökul, Gjallanda og Vonarskarð. Í Króksdal, þar sem Skjálfandafljót hefur ferð sína frá hálendinu til sjávar, vex birki hvað lengst inni til landsins. Þarna er hálendið óvenju tegundaauðugt miðað við hæð yfir sjó.

SJÁ VERKEFNI »
Góðir göngustígar geta stýrt umferð gangandi vegfarenda um náttúruperlur, aukið aðgengi og um leið verndað viðkvæm svæði, landvernd.is

Fetum rétta stíginn

Hvernig má bæta umgengni og vernda náttúruperlur með stígagerð? Skoski landfræðingurinn Bob Aitken flutti fyrirlesturinn Finding the right path sem tekur á göngustígastjórnun og möguleikum Íslendinga á því sviði.

SJÁ VERKEFNI »

Gálgahraun: Samstaða um hraunið

21. október 2013. Þá hófu vinnuvélar framkvæmdir í Gálgahrauni og fjöldi náttúruverndarsinna var kallaður á staðinn. Friðsamleg mótmæli voru þó að engu höfð, fjöldi fólks var handtekinn og færður til yfirheyrslu, og sumir beittir óþarfa harðræði við handtökur. Níu mótmælendur hafa verið ákærðir og eru mál þeirra nú fyrir dómstólum.

SJÁ VERKEFNI »

Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir á hálendinu

Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »
Verndum hálendið, verndum hjarta landsins. Hjartafell í Hofsjökli má sjá í baksýn, landvernd.is

Hálendið – hjarta landsins

Hálendið – hjarta landsins er yfirskrift verkefnis sem Landvernd hleypti af stokkunum í Þjórsárverum í dag. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og gefa fólki kost á að taka undir kröfu Landverndar um að hálendinu verði hlíft.

SJÁ VERKEFNI »

Um 5.000 í grænni göngu

Um 5.000 manns tók þátt í grænni göngu náttúruverndarhreyfingarinnar í gær 1. maí. Gangan endaði á því að 1.000 grænum fánum var stungið niður á Austurvelli við Alþingi.

SJÁ VERKEFNI »

Sérstæði íslenskrar náttúru

Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar hélt fyrirlestur um mikilvægi náttúrunnar og náttúruverndar fyrir þróun og framtíð ferðaþjónustunnar og lagði sérstaka áherslu á hálendi Íslands

SJÁ VERKEFNI »
Bjarnarflag, landvernd.is

Umhverfismat verði endurtekið

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

SJÁ VERKEFNI »