Gerum náttúru Reykjanesskaga hærra undir höfði – Umsögn
Landvernd hvetur sveitafélögin á Suðurnesjum til þess að setja einstaka náttúru Reykjanesskaga í fyrsta sæti.
Landvernd hvetur sveitafélögin á Suðurnesjum til þess að setja einstaka náttúru Reykjanesskaga í fyrsta sæti.
Eins og staðan er núna er enginn sem getur séð til þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands.
Íslensk stjórnvöld útiloka umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómstóla.
Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík. Tímabært er að gera breytingar á starfsleyfum álvera.
Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum
Úrgangsmál hafa verið í ólestri á Íslandi og mikið verk sem þarf að vinna til þess að koma á raunverulegu hringrásarhagkerfi.
Ramminn um stórar framkvæmdir sem hafa mikil og óafturkræf áhrif á umhverfið þarf að vera skýr. Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er löngu tímabær sem og rétt innleiðing EES reglna.
Tilvistarréttur náttúrunnar ætti að vera skýr í stjórnarskránni. Einnig er mikilvægt að almenningur hafi rétt til að gæta náttúrunnar.
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Rammaáætlun er faglegt ferli til þess að fjalla um vernd og orkunýtingu. Að bíða í 5 ár með afgreiðslu áætlunarinnar skaðar hana og Alþingi verður að bæta úr því.
Með nýjum lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum kæmist á góður rammi um málefnið. Þó vantar upp á að stjórnunar- og verndaráætlanir gildi fyrir öll spendýr og alveg um veiðar og aðrar nytjar.
Náttúru- og umhverfisvernd eru með stærstu og mest áríðandi almannaheillamálum nútímans. Alþingi má ekki samþykkja óbreytt frumvarp þar sem þau samtök eru undanskilin ívilninum fyrir almannaheillafélög.
Landvernd hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Þessu þarf að breyta. Myndband.
Lögfesting markmiða um samdrátt í losun sýnir að stjórnvöldum er alvara í aðgerðum gegn hamfarahlýnun
Stjórn Landverndar styður frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð en telur að nauðsynlegt sé að gera á því breytingar.
Færsla hringvegarins og jarðgöng gegnum Reynisfjall raska svæðum á náttúruminjaskrá og svæðum sem njóta verndar náttúruverndarlaga.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.
Síðan 2016 þegar Utanríkisráðuneytið skráði sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hefur ráðuneytið ekki tekið eitt einasta skref. Ekki er um að ræða flókin verkefni eða óyfirstíganlegar kröfur þar sem ferillinn er sniðinn að ríkisstofnunum. Landvernd óskaði eftir svörum um hverju sætir.
Tryggja þarf að uppbygging efnahagslífsins eftir Covid miði að grænum lausnum. Kolefnisgjald og Hálendisþjóðgarður eru hluti af því.
Þrátt fyrir neikvætt umhverfismat Skipulagsstofnunar er haldið áfram með skipulag hnútuvirkjunar. Skaftárhreppur hefur ekki sýnt fram á að það séu brýnir almannahagsmunir að virkja Hnútu. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.
Mikilvægt er að friðlýsa Gerpissvæðið bæði með tilliti til náttúru- og menningarminja svo sem Barðsneseldstöðina og fjölda steingervinga.