Umhverfisdagur
Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri
Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri
Verkefni sem fær börn til þess að velta fyrir sér mismunandi veðri og læra um mismunandi veðurfyrirbrigði. Verkefni fyrir 3-5 ára
Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.
Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.
Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.
Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Nemendur læra um orku sem við notum í daglegu lífi og velta fyrir sér eigin orkunotkun. Verkefni fyrir 4-10 ára.
Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.
Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál.
Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur.
Loftslagsbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Bingóspjöld fyrir fimm skólastig.
Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga.
Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.
Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?
Plastáskorun – Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?
Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?
Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.