
Yfirvegun eða óðagot í orkumálum
Meint ójafnvægi í raforkumálum þýðir að einhver hefur líklega selt stórnotendum umfram það sem hægt er að framleiða með góðu móti.
Meint ójafnvægi í raforkumálum þýðir að einhver hefur líklega selt stórnotendum umfram það sem hægt er að framleiða með góðu móti.
Við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga.
Í dag vitum við að þau góðu lífskjör sem hafa náðst á Vesturlöndum eru að einhverju leyti í beinu samhengi við afar stórt vistspor þessara landa og íbúa þeirra.
Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út?
Við bjóðum náttúruverndarfólk hjartanlega velkomið á fjarfund Landverndar á Zoom þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20:00.
Landvernd, ásamt sex umhverfis- og dýraverndarsamtökum, kallar eftir því að Alþingi breyti lögum svo ráðherra geti gripið til viðeigandi ráðstafana, komi í ljós að hvalveiðar fari í bága við lög um velferð dýra.
Verið velkomin á nýársboð Landverndar 2024. Í nýársboðinu verða kynntar áherslur í starfi Landverndar og mikilvægustu verkefni komandi mánaða.
Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu umsögn um fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um fiskeldi.
Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans.
Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af þeim áformum.
Íslensk náttúra er það sem helst laðar ferðafólk til Íslands. Ný ferðamálastefna til 2030 er í undirbúningi og þar er kveðið á um að ferðaþjónustunni sé ætlað að vera þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Landvernd fór yfir tillögur að þeim aðgerðum lagðar eru til.
Ný lög um vindorku eru í bígerð, þar sem yfirlýst markmið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um þessi áform.
Nú eru jólasveinarnir að koma til byggða einn af öðrum og eru spenntir að gefa börnum í skóinn. Þeir hafa lifað tímana tvenna og vita hversu mikilvægt er að vera nægjusamur og nýta hlutina vel.
Umhverfisvæn jól eru skemmtileg jól. Þau eru jól þar sem okkar nánasta fólk er í fyrsta sæti og græðginni er skellt í gin jólakattarins sem umbreytir henni í eitthvað græðandi fyrir jarðveginn.
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk.
Landvernd fagnar því að samkomulag hafi náðst á COP28. Sögulegt er að fjallað sé um jarðefnaeldsneyti og að frá því þurfi að hverfa. Landvernd telur jafnframt að orðalagið hefði þurft að ganga lengra. Í þeirri setningu sem fjallar um jarðefnaeldsneyti er talað um að færa sig frá jarðefnaeldsneyti á hraðan en jafnframt réttlátan hátt.
Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði.
Það er frábært að verið sé að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman.
Síðustu ár hefur mér tekist að einfalda og minnka gjafainnkaupin og um leið fjölga samverustundum. Hér eru 50 frábærar hugmyndir að jólagjöfum sem eru loftslagsvænar.
Á COP28 er tekist er á um hvort fasa skuli út notkun jarðefnaeldsneytis eða bara draga úr henni.