Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Bláfáninn afhentur í Stykkishólmi, Kópavogi og á Suðureyri
Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.

Stígum varlega til jarðar – álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.

Vel sótt málþing um miðhálendið.
Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

Fjöldi fólks mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag
Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag. Verði þingsályktunartillagan samþykkt er rammaáætlunarferlið ónýtt. Aðalfundur Landverndar beinir því til Alþingis að falla þegar í stað frá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar.

Tíu handhafar Bláfánans 2015
Námskeið í Bláfánaeftirliti og endurskoðun Bláfánaveifu.

Sprengisandslína og Sprengisandsvegur
Þá vantar mikilvæg atriði inn í fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Landvernd hefur gert þá kröfu að dragi Landsnet ekki til baka matsáætlun sína verði hið minnsta unnið mat á umhverfisáhrifum jarðstrengs yfir alla Sprengisandsleið en ekki eingöngu hluta hennar. Slíkt mat ætti að ná til hvoru tveggja, riðstraumsstrengs (AC) og jafnstraumsstrengs (DC).

Stærsta baráttumálið
Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is

Ársskýrsla Landverndar 2014-2015
Í ársskýrslu Landverndar 2014-2015 er stiklað á stóru um starf Landverndar á árinu.
Tíu handhafar Bláfánans 2015
Í þessu vorfréttabréfi kynnum við Bláfánahandhafa 2015, segjum frá námskeiði í Bláfánaeftirliti sem haldið var í apríl og fjöllum stuttlega um endurskoðun Bláfánaveifu.

Málþing um miðhálendið
Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að málþingi um miðhálendið. Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina heild, og hvernig þá vernd megi tryggja.

Að lesa og lækna landið
Bókin Að lesa og lækna landið er tímamótarit um ástand lands og endurheimt landgæðaumhverfismál sem hentar vel almenningi og kennurum á öllum skólastigum.

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00
Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00

Þjóðar eign. Auðlindir Íslands. Málþing um þjóðareign og almannahagsmuni
Málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign.

Þjóðareign – málþing um auðlindir Íslands
Landvernd og áhugafólk um sjálfbæra þróun, með stuðningi ASÍ og BSRB, boða til fundar um auðlindir Íslands, nýtingu þeirra, eignarhald og skiptingu auðlindaarðsins þann 11. apríl frá kl. 13 – 16 á Hótel Sögu (Hekla).

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói
Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói

Andstaða við háspennulínu yfir Sprengisand eykst
43% eru andvíg háspennulínu yfir Sprengisand en 25% fylgjandi.

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
Náttúruverndarsamtök krefjast þess að Þjórsárver, þ.e. Norðlingaölduveita og Kjalölduveita verði ekki teknar inn í umfjöllun í rammaáætlun, enda eigi svæðið að njóta verndar samkvæmt núverandi áætlun.