Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Bréf til ráðherra um ákvörðun ESA vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum um umhverfismat, landvernd.is

Bréf til ráðherra um ákvörðun ESA vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum um umhverfismat

Landvernd hvetur íslensk stjórnvöld til að una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum og leggja fyrir Alþingi tillögu um að fella tafarlaust úr gildi þau lög sem stangast á við reglurnar. Jafnframt telur Landvernd ákvörðun ESA sýna skýrt gildi þess að virða ákvæði Árósamningsins um aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku.

SJÁ VERKEFNI »
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur sýnt hversu jákvæð áhrif friðlýsingar og þjóðgarðar hafa á samfélög og atvinnulíf, landvernd.is

Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Sérfræðingur grípur í tómt

Álframleiðsla dregst saman alls staðar í heiminum nema á Íslandi og í Kína. Hvað segir það okkur?

Álverð hefur hrunið á heimsvísu – lækkunin frá 2007 er 39%. Með því að selja álverum ódýra orku stuðlum við að offramboði, lágu álverði og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda.

SJÁ VERKEFNI »
Blautþurrkuskrímslið eins og það birtist í veitukerfinu í Reykjavík þann 20. mars 2020. Mynd, blautþurrkur er fengin frá Veitum. Viðbætur: Landvernd.is

Fimm leiðir til að tækla blautþurrkuskrímslið

Við megum ekki hætta að huga að heilbrigði hafsins þó að við séum meira heima við eða komin með þrifaæði. Allt tengist þetta. Um helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá plöntusvifi í hafinu. Það er því mikilvægt að minnka mengun sem rennur til sjávar.

SJÁ VERKEFNI »
Tryggja þarf afhendingaröryggi rafmagns til almennra notenda með jarðstrengjum, landvernd.is

Tryggja þarf afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun með jarðstrengjum

Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.

SJÁ VERKEFNI »