Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár.

SJÁ VERKEFNI »

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar

Aðalfundur Landverndar, haldinn 30. apríl sl. sendi frá sér ályktanir um fjögur málefni: Drög að niðurstöðum rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, áskorun á stjórnvöld að standa við lögbundnar friðlýsingar, að stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu beitilanda og að Landslagssamningur Evrópu verði fullgiltur.

SJÁ VERKEFNI »
Frá Kili, mynd Guðmundur Ingi Guðbrandsson, landvernd.is

Framkvæmdir á Kili

Kjölur og næsta nágrenni eru hluti af gersemum miðhálendisins. Kjalvegur er þar meginsamgönguæð og við hann eru mörg fjölsótt svæði sem hafa hátt náttúruverndargildi. Að mati Landverndar ætti svæðið að vera hluti af miðhálendisþjóðgarði og allar skipulagsákvarðanir að taka mið af því.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðjulínur á hálendinu? nei takk, landvernd.is

Landsnet og umhverfismál

Landvernd hefur á undanförnum árum veitt Landsneti hf. öflugt aðhald í umhverfismálum. Það hefur einkum beinst að áætlanagerð Landsnets (kerfisáætlun) og umdeildum framkvæmdum, þar á meðal Sprengisandslínu. Mörg mál bíða úrlausnar dómstóla og annarra yfirvalda, þar sem reynir á stöðu umhverfismála.

SJÁ VERKEFNI »

Varðliðar umhverfisins árið 2016

Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2016! Verðlaunin fá þau fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk, unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð.

SJÁ VERKEFNI »

Varðliðar umhverfisins árið 2016

Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2016! Verðlaunin fá þau fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk, unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð.

SJÁ VERKEFNI »