Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög
Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.
Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.
Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.
Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.
Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.
Mjög mikilvægt er að draga strax úr losun frá flugsamgöngum. Landvernd telur að stefna og aðgerðir sem birtast í skjalinu séu almennt jákvæð en að því miður virðist undirliggjandi ástæður fyrir orkuskiptum hafa gleymst.
Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun.
Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.
Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bann við olíuleit- og vinnslu. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland.
Áformað er að flytja Litla Sandfell úr landi. Því myndi fylgja álag á vegakerfið, mögulegt sandfok í Þorlákshöfn og gífurleg losun.
Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.
Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.
Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.
Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.
Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og styður hana heilshugar. Í framhaldinu viljum við gjarnan sjá kortlagningu hraunhella á Íslandi þar sem verndargildi og þörf á friðlýsingu þeirra er metin.
Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins.
Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.
Landvernd telur að Hafnafjarðarbær verði að endurskoða áætlanir um mannvirki við Ástjörn og virða friðlýsingu svæðisins.
Það segir sig sjálft að slík aukning í fjölda blóðmera hefur afar miklar afleiðingar fyrir beitarálag. Það má fastlega reikna með því að gróðurlendi verði spillt gangi áform um framleiðslu Ísteka eftir.
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til fjárlaga og vill koma á framfæri nokkrum athugasemdum.
Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni.
Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.