Þú er hér - Category: Umsagnir

loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Við styðjum breytingar á lögum um loftslagsmál – umsögn

Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.

SJÁ VERKEFNI »

Alvarlegt brot á Árósasamningnum ef af verður – umsögn

Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.

SJÁ VERKEFNI »

Færsla á hringvegi um Mýrdal – umsögn

Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.

SJÁ VERKEFNI »

Orkuvinnsla í Skaftárhreppi í mótsögn við yfirlýst markmið

Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins.
Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.

SJÁ VERKEFNI »