
Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna tæmingar Árbæjarlóns
Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna tæmingar Árbæjarlóns: Góður áfangi í endurheimt vistkerfa en samráð óásættanlegt.
Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna tæmingar Árbæjarlóns: Góður áfangi í endurheimt vistkerfa en samráð óásættanlegt.
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flutti erindi sitt „Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála“ á málþingi Landverndar: Hálendið, verðmætasta auðlind Íslands? þann 1. desember 2020.
Umsögn um breytingar á lögum um náttúruvernd. Mikilvægt er að stytta fresti til umsagna vegna friðlýsinga og að leggja skyldu á ráðherra um að víðerni verði kortlögð. Ekki er gengið nógu langt í þessu frumvarpi í þá veru.
Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.
Gætum þjóðargersema okkar, stofnum þjóðgarð á hálendi Íslands. Hálendi Íslands er einstakt og hálendisþjóðgarður jafnast á við nýja landhelgi. Sveitarfélögin hafa ekkert að óttast.
Af hverju er nauðsynlegt að stofna þjóðgarð um hálendi Íslands? Þann 1. desember 2020 stendur Landvernd fyrir ráðstefnu um þjóðargersemina hálendi Íslands.
Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.
Hver er ávinningur náttúruverndar? Þann 26.nóvember 2020 stendur Landvernd fyrir viðburði á niðurstöðum skýrslu McKinsey um virði náttúruverndar.
Náttúruverndarsamtök Austurlands fagna 50 ára afmæli. Í hálfa öld hefur NAUST staðið vaktina og opnað augu fólks fyrir fegurð náttúrunnar og víðerna.
Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.
Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Auka þarf áherslu á vernd búsvæða dýra í hættu. Umsögn Landverndar um lög um vernd og veiðar á villtum dýrum bendir einnig á að selir og hvalir eru villt dýr sem þarf einnig að vernda.
Landvernd styður fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum eins og stytting umsagnartíma og útvíkkað bann við urðun úrgangs.
Verndargildi Dyrhólaeyjar er hátt. Í umsögn sinni bendir stjórn Landverndar á að mikilvægt er að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða líkt og Dyrhólaóss og aðliggjandi leira og votlendis.
Á sýningunni er varpað ljósi á þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut.
Stjórn Landverndar styður heilshugar tillögu Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Fitja. Stjórnin telur einnig kjörið að nýta tækifærið og tengja saman friðlýst birkiskógarvistkerfi og votlendissvæðið við Fitjar saman.
Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.
Njóttu útivistar og náttúru innan höfuðborgarsvæðisins. Skoðaðu skemmtileg útivistarsvæði og gönguleiðir í Garðabæ. Erla Bil tók saman listann.