Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Vindmyllur eru endurnýjanlegur orkugjafi. Velja þarf þeim stað þar sem þær hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið, landvernd.is

Vindorka – Vöndum til verka

Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.

SJÁ VERKEFNI »
Vindorkuver eiga ekki heima hvar sem er. Vissara er að taka vindorku inn í rammaáætlun.

Vindorkuver ættu að bíða niðurstöðu rammaáætlunar

Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðja í Helguvík er tímaskekkja, Arion banki og Stakksberg eiga að falla frá hugmyndum um að endurræsa kísilverksmiðjuna, landvernd.is

Látum söguna ekki endurtaka sig

Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.

SJÁ VERKEFNI »
Náttúrulegur birkiskógur hefur tekið sér bólfestu á Skeiðarársandi, landvernd.is

Birki á Íslandi

Allir þeir skógar sem vaxið hafa upp á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar hafa því verið birkiskógar því birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni. Hér finnast þó fleiri tré og runnar eins og gulvíðir, blæösp og reynir en þær tegundir er algengt að finna innan um birkið.

SJÁ VERKEFNI »