Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Jarðhitasvæði eru meðal sérstæðustu náttúrufyrirbæra á Íslandi og njóta hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim sérstakrar verndar, landvernd.is

Jarðhiti á Íslandi

Jarðhitasvæði eru meðal sérstæðustu náttúrufyrirbæra á Íslandi og njóta hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim sérstakrar verndar.

SJÁ VERKEFNI »
Frá Kili, mynd Guðmundur Ingi Guðbrandsson, landvernd.is

Framkvæmdir á Kili

Kjölur og næsta nágrenni eru hluti af gersemum miðhálendisins. Kjalvegur er þar meginsamgönguæð og við hann eru mörg fjölsótt svæði sem hafa hátt náttúruverndargildi. Að mati Landverndar ætti svæðið að vera hluti af miðhálendisþjóðgarði og allar skipulagsákvarðanir að taka mið af því.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðjulínur á hálendinu? nei takk, landvernd.is

Landsnet og umhverfismál

Landvernd hefur á undanförnum árum veitt Landsneti hf. öflugt aðhald í umhverfismálum. Það hefur einkum beinst að áætlanagerð Landsnets (kerfisáætlun) og umdeildum framkvæmdum, þar á meðal Sprengisandslínu. Mörg mál bíða úrlausnar dómstóla og annarra yfirvalda, þar sem reynir á stöðu umhverfismála.

SJÁ VERKEFNI »

Vel sótt málþing um miðhálendið.

Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »
Sprengisandur, landvernd.is

Sprengisandslína og Sprengisandsvegur

Þá vantar mikilvæg atriði inn í fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Landvernd hefur gert þá kröfu að dragi Landsnet ekki til baka matsáætlun sína verði hið minnsta unnið mat á umhverfisáhrifum jarðstrengs yfir alla Sprengisandsleið en ekki eingöngu hluta hennar. Slíkt mat ætti að ná til hvoru tveggja, riðstraumsstrengs (AC) og jafnstraumsstrengs (DC).

SJÁ VERKEFNI »
Verndum miðhálendið, Verndum Hagavatn og víðerni við Langjökul, landvernd.is

Hagavatn

Hagavatn er í hættu, virkjun myndi valda því að Nýifoss hyrfi undir lón ásamt öllu svæðinu umhverfis hann sem af vísindamönnum er talið vera einstakur vettvangur til að skoða síbreytileika náttúrunnar.

SJÁ VERKEFNI »
Hágöngur og Skrokkalda, Landvernd hefur sett fram kröfu um að hálendinu – hjarta landsins – verði hlíft við frekara raski. landvernd.is

Hágöngur og Skrokkalda

Landsvirkjun hefur uppi áform um að virkja við Hágöngur og Skrokköldu á miðju hálendinu. Landvernd krefst þess að hálendinu – hjarta landsins – verði hlíft við frekara raski.

SJÁ VERKEFNI »

Uppbyggður Kjalvegur

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.

SJÁ VERKEFNI »
Víðerni Sprengisands eru í hættu vegna stóriðjulínu, landvernd.is

Sprengisandur

Á Svæðisskipulagi miðhálendisins er gert ráð fyrir tengingu raforkukerfisins milli Þjórsársvæðisins og byggðalínunnar á Norðurlandi, þ.e.a.s. með háspennulínu yfir Sprengisand. Landsnet hefur þetta til skoðunar. Í drögum að landsskipulagi til 2024 er gert ráð fyrir mannvirkjabelti yfir Sprengisand sem myndi kljúfa hálendið í tvennt. Í sama skipulagi er fjallað um verndargildi svæðisins: „Víðerni bjóða upp á einstaka upplifun sem sífellt færri landsvæði á heimsvísu geta boðið upp á. Mikilvægt er því að vernda íslensk víðerni. Mikilvægt er að almenningur geti notið þeirrar sérstöðu sem hálendið hefur upp á bjóða, án þess að á hana sé gengið.“

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Skaftá

Vatnasvið Skaftár-Tungufljóts er meðal verðmætustu svæða landsins m.t.t. menningarminja, jarðminja, vatnafars, tegunda lífvera, vistkerfa, jarðvegs, landslags og víðerna.

SJÁ VERKEFNI »