
Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Landnýting hefur breyst mikið og nú er eftirspurn eftir landi til margra annarra nota en fyrir hefðbundinn búskap.
Landnýting hefur breyst mikið og nú er eftirspurn eftir landi til margra annarra nota en fyrir hefðbundinn búskap.
Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var lýðræðið fótum troðið og þeim jafnvel hótað atvinnumissi sem ekki studdu framkvæmdirnar. Ákvarðanir um virkjanir ætti að sjálfsögðu að taka á faglegum og lýðræðislegum forsendum þar sem hagsmunir náttúru og komandi kynslóða verða hafðir í heiðri.
Tap á líffræðilegri fjölbreytni, eða einfaldlega lífbreytileika, er eitt alvarlegasta vandamál okkar tíma. Nýtt verkefni er komið á laggirnar.
Mikilvægi náttúrunnar er meira en flest okkar grunar. Í náttúru finnum við hugarró, kyrrð og endurnærumst. Náttúran verndar lífbreytileika, bindur kolefni og er búsvæði villtra dýra.
Meint ójafnvægi í raforkumálum þýðir að einhver hefur líklega selt stórnotendum umfram það sem hægt er að framleiða með góðu móti.
Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út?
Þegar horft er til baka þá man fólk oft betur eftir skemmtilegum samverustundum með fjölskyldunni en því sem leyndist undir jólatrénu.
Skýrsla um bætta orkunýtingu sýnir að hægt er að spara 8% af orkunni í kerfinu og nýta hana í annað. Allt bendir þetta til mikilla ónýttra tækifæra í atvinnulífinu og hagkerfinu í heild.
Landvernd sendi sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu er lýst fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og boðin aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.
Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. Mikilvægt er að engin atvinnugrein í lagareldi vaxi stjórnlaust, engar greinar lagareldis styðjist við vanmáttuga stjórnsýslu, lélegt eftirlit og skort á rannsóknum.
Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks.
Fyrirhugað er að sameina Vatnajökulsþjóðgarð, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar í eina stofnun. Landvernd sendi umsögn um þessi áform þar sem varað er við hættunni á því að þekking og reynsla tapist.
Landvernd gerir kröfu um að heildstæðar rannsóknir fari fram á lífríki öllu á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Sundabrautar og þá ekki síst fuglalífi eins og það hefur þróast á svæðinu til dagsins í dag. Verði verkefnið tekið lengra er mikilvægt að jarðgöng verði áfram valkostur og að áhrif þeirra á umhverfið verði rannsökuð til jafns við aðra möguleika.
Fyrirhugað er að reisa nýja Holtavörðuheiðarlínu um Grjótháls milli Norðurárdals og Þverárhlíðar, þar sem land er ósnortið og einstakri náttúru með silungavatnafesti yrði fórnað. Augljós staður fyrir nýja línu er í núverandi línustæði.
Ræða Benedikts Traustasonar formanns Landvarðafélags Íslands sem hann hélt á Hálendishátíð Landverndar 11. október síðastliðinn.
Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær þurfa ekki aðeins að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða framtíðarinnar.
GDRN, Celebs, Lón og Kári koma fram á Hálendishátíð og heiðra Hálendi Íslands. Það gerir líka ljósmyndarinn Chris Burkard, en ljósmyndir hans munu skreyta Iðnó á Hálendishátíð. Miðasala er á tix.is, sjá hlekk í fréttinni.
Þótt enn sé hálendi Íslands stórt og hlutar þess ósnortnir sjá sífellt fleiri fjársterkir athafnamenn og stjórnvöld viðskiptatækifæri í þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar skrifar um hálendi Íslands og hvers virði það er henni.
Landvernd heldur Hálendishátíð 11. október – tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands. Miðar eru seldir á tix.is
Landvernd kynnti sér fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2024 og sendi umsögn um atriði er betur mega fara.