Dregið úr plastmengun með lagasetningu
Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.