Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar. Landvernd telur einsýnt að endurgera matið.
Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar. Landvernd telur einsýnt að endurgera matið.
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Landvernd fagnar því að umhverfisráðherra ætli ekki að leggja fram breytingar á virkjana- og verndaráætlun (rammaáætlun) á yfirstandandi þingi, en gagnrýnir fjársvelti til friðlýsinga í verndarflokki.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að Landvernd eigi ekki aðild að endurupptöku umhverfismats háspennulínu frá Kröflu að Bakka skaðar umhverfisvernd í landinu að mati Landverndar.
Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á sjö stöðum af níu sem flagga fánanum í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.
Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á sjö stöðum af níu sem flagga fánanum í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.
Landvernd hefur kært Landsnet hf. fyrir Úrskurðarnefnd upplýsingamála. Landvernd hafði óskað eftir því að Landsnet léti samtökunum í té skýrslu um jarðstrengi sem unnin var fyrir fyrirtækið.
Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.
Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.
Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.
Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.
Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag. Verði þingsályktunartillagan samþykkt er rammaáætlunarferlið ónýtt. Aðalfundur Landverndar beinir því til Alþingis að falla þegar í stað frá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar.
Námskeið í Bláfánaeftirliti og endurskoðun Bláfánaveifu.
Þá vantar mikilvæg atriði inn í fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Landvernd hefur gert þá kröfu að dragi Landsnet ekki til baka matsáætlun sína verði hið minnsta unnið mat á umhverfisáhrifum jarðstrengs yfir alla Sprengisandsleið en ekki eingöngu hluta hennar. Slíkt mat ætti að ná til hvoru tveggja, riðstraumsstrengs (AC) og jafnstraumsstrengs (DC).
Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is
Í ársskýrslu Landverndar 2014-2015 er stiklað á stóru um starf Landverndar á árinu.
Í þessu vorfréttabréfi kynnum við Bláfánahandhafa 2015, segjum frá námskeiði í Bláfánaeftirliti sem haldið var í apríl og fjöllum stuttlega um endurskoðun Bláfánaveifu.
Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að málþingi um miðhálendið. Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina heild, og hvernig þá vernd megi tryggja.