Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun

Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.

SJÁ VERKEFNI »

Vel sótt málþing um miðhálendið.

Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »
Sprengisandur, landvernd.is

Sprengisandslína og Sprengisandsvegur

Þá vantar mikilvæg atriði inn í fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Landvernd hefur gert þá kröfu að dragi Landsnet ekki til baka matsáætlun sína verði hið minnsta unnið mat á umhverfisáhrifum jarðstrengs yfir alla Sprengisandsleið en ekki eingöngu hluta hennar. Slíkt mat ætti að ná til hvoru tveggja, riðstraumsstrengs (AC) og jafnstraumsstrengs (DC).

SJÁ VERKEFNI »

Málþing um miðhálendið

Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að málþingi um miðhálendið. Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina heild, og hvernig þá vernd megi tryggja.

SJÁ VERKEFNI »