Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói
Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói
Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói
43% eru andvíg háspennulínu yfir Sprengisand en 25% fylgjandi.
Náttúruverndarsamtök krefjast þess að Þjórsárver, þ.e. Norðlingaölduveita og Kjalölduveita verði ekki teknar inn í umfjöllun í rammaáætlun, enda eigi svæðið að njóta verndar samkvæmt núverandi áætlun.
Roar Aagestad fékk fyrstu verðlaun í ljósmyndaleik Landverndar og Hjarta landsins fyrir mynd af Kýlingum í Friðlandi að Fjallabaki. Ómar Ragnarsson veitti honum verðlaunin á Kex í gær en þau eru flugferð með Ómari yfir hálendið.
Hagavatn er í hættu, virkjun myndi valda því að Nýifoss hyrfi undir lón ásamt öllu svæðinu umhverfis hann sem af vísindamönnum er talið vera einstakur vettvangur til að skoða síbreytileika náttúrunnar.
Landsvirkjun hefur uppi áform um að virkja við Hágöngur og Skrokköldu á miðju hálendinu. Landvernd krefst þess að hálendinu – hjarta landsins – verði hlíft við frekara raski.
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.
Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.
Táknræn gjöf afhent iðnaðar og viðskiptaráðherra
Radisson hótelin á Íslandi fá umhverfisviðurkenninguna Græna lykilinn, fyrst hótela á Íslandi.
Rafræn verkefnakista Grænfánans var opnuð formlega þann 21. janúar 2015.
Auglýst er eftir verkefnisstjóra í hálendisverkefni Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Nú er árið senn á enda og hefur það að vanda verið viðburðaríkt hjá Skólum á grænni grein. Nú er 231 skóli skráður til leiks með samtals yfir 45 þúsund nemendum og tæplega 5000 kennurum og öðrum starfsmönnum. Heildarfjöldi þeirra sem tekur þátt í verkefninu hér á landi er því um 50 þúsund manns! Samtals fóru 90 Grænfánaafhendingar fram á árinu, þar af fengu tveir skólar Grænfánann í 7. sinn en það voru Fossvogsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri. Það eru fyrstu tveir skólarnir sem ná þeim áfanga hér á landi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim skólum sem náðu markmiðum sínum og fengu Grænfánann afhentan á árinu!
Nú er árið senn á enda og hefur ýmislegt markvert gerst hjá Bláfánanum. Aldrei hafa fleiri flaggað hér á landi en í ár, en samtals níu smábátahafnir og baðstrendur flögguðu Bláfánanum hér á landi auk þess sem fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki flögguðu Bláfánaveifunni. Markviss vinna við gerð nýrra viðmiða fyrir Bláfánaveifuna fór fram í ár og er stefnt að því að drög að þeim verði prufukeyrð í byrjun næsta árs. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur unnið náið með Landvernd við gerð viðmiðanna og mun sjá um prufukeyrsluna hér á landi, en viðmiðin verða prufukeyrð á nokkrum stöðum í heiminum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Bláfánanum á nýju ári!
Nú er árið senn á enda og hefur ýmislegt markvert gerst hjá Bláfánanum. Aldrei hafa fleiri flaggað hér á landi en í ár, en samtals níu smábátahafnir og baðstrendur flögguðu Bláfánanum hér á landi auk þess sem fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki flögguðu Bláfánaveifunni. Markviss vinna við gerð nýrra viðmiða fyrir Bláfánaveifuna fór fram í ár og er stefnt að því að drög að þeim verði prufukeyrð í byrjun næsta árs. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur unnið náið með Landvernd við gerð viðmiðanna og mun sjá um prufukeyrsluna hér á landi, en viðmiðin verða prufukeyrð á nokkrum stöðum í heiminum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Bláfánanum á nýju ári!
Hvað getum við gert í baráttunni við matarsóun? Á málþinginu Ekkert til spillis leiða Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi saman hesta sína.