Flæðigryfjur í Helguvík
Tveir einstaklingar sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun …
Tveir einstaklingar sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun …
Svo virðist sem forsvarsmenn Múlavirkjunar hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum. Ef satt reynist er hér um alvarlegt brot að af hálfu framkvæmdaraðila að ræða og sætir jafnframt furðu hafi iðnaðarráðuneytið ekki kallað eftir gögnum hjá Skipulagsstofnun.
Svo virðist sem við virkjun Fjarðarár á Seyðisfirði stefni í lögleysu sambærilega við þá sem einkenndi framvæmdina við Múlavirkjun á Snæfellsnesi.
Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og heiðursdoktur við Háskóla Islands hefur sent erindi til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra vegna úrskurðar um Gjábakkaveg.
Í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu kemur fram að Landsvirkjun hafi sótt um rannsóknarleyfi í Gjástykki í október 2004 þá er því haldið fram að bréfið sem frá Landsvirkjun í maí 2007 hafi verið ítrekun. Þar með er hálf sagan sögð.
Landvernd beinir því til Skipulags- stofnunar að hún noti heimild sín og taki ákvörðun um að umhverfis- áhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 660 GWst á ári.
Það er einlæg von Landverndar að tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nái fram að ganga.
Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.
Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar.
Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.
Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulags- stofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila.
Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.
Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.
Í erindi Landverndar til bygginganefndar Eyja- og Miklaholtshrepps er þess krafist að Múlavirkjun lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hún skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Landvernd hefur varað sveitarstjórn Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Hagkvæmni Villinganesvirkjunar grundvallast á …
Landvernd sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.
Í tillögu að breytingu á staðfestu svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er gert ráð fyrir byggingu hálendismiðstöðvar við Skálpanes.
Hengladalirnir og Ölkelduháls hafa hátt útivistargildi en jarðvarmavirkjun á Ölkelduhálsi myndi óhjákvæmilega rýra útivistargildi þessara svæða.
Um langt skeið hafa álfyrirtækin forðast að nefna hagfræðilegu rökin sem liggja til grundvallar því að vothreinsibúnaði sé hafnað. Í kjölfar athugasemda Landverndar við frummatsskýrlsu Alcoa hefur verið bætt úr þessu og í endanlegri matsskýrslu fyrir álver í Reyðarfirði fjalla menn í fyrsta skipti um hagfræðina að baki þess að vothreinsun sé hafnað.
Ákvörðun sveitarstjórnar Ölfuss um áframhaldandi efnistöku í Ingólfsfjalli þvert á álit Skipulagsstofnunar er tímamótaákvörðun. Samkvæmt áður gildandi lögum hefði ekki verið hægt að fara gegn niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum með þeim hætti sem hér hefur verið gert.