Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar og Snælandsskóla Varðliða umhverfisins. Þetta er þriðja árið í röð sem Varðliðar umhverfisins eru útnefndir. Krakkarnir úr árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar sem voru útnefndir Varðliðar umhverfisins hlutu tilnefninguna fyrir verkefnið Jaðrakan. Nemendurnir fylgdust m.a. með ferðum merktra jaðrakana frá Bretlandseyjum til Íslands og tóku þátt í merkingum fugla hér á landi. Einnig létu nemendurnir sig búsvæði fuglanna varða, s.s. með ályktun um verndun þess.