Umsögn: Vindorkuver þurfa að fara í gegnum rammaáætlun
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Hugmyndafræði rammaáætlunar gengur út frá röngum forsendum. Gert er ráð fyrir að allt landið sé undir til virkjana en Landvernd bendir á að íslensk náttúra skuli vera vernduð nema sérstakar aðstæður gefa tilefni til annars.
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Rammaáætlun er faglegt ferli til þess að fjalla um vernd og orkunýtingu. Að bíða í 5 ár með afgreiðslu áætlunarinnar skaðar hana og Alþingi verður að bæta úr því.
Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum.
Með nýjum lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum kæmist á góður rammi um málefnið. Þó vantar upp á að stjórnunar- og verndaráætlanir gildi fyrir öll spendýr og alveg um veiðar og aðrar nytjar.
Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs.
Landvernd hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Þessu þarf að breyta. Myndband.
Stjórn Landverndar styður frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð en telur að nauðsynlegt sé að gera á því breytingar.
Færsla hringvegarins og jarðgöng gegnum Reynisfjall raska svæðum á náttúruminjaskrá og svæðum sem njóta verndar náttúruverndarlaga.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.
Tryggja þarf að uppbygging efnahagslífsins eftir Covid miði að grænum lausnum. Kolefnisgjald og Hálendisþjóðgarður eru hluti af því.
Þessi tvö skjáskot voru tekin áðan af vef Orkustofnunar og sýna virkjanahugmyndir (ekki núverandi virkjanir).
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri ræðir við Guðmund Hörð fyrrum formann Landverndar um hálendisþjóðgarð í hlaðvarpi þess síðarnefnda. Þjóðgarður er meira en merkimiði.
Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei!
Þrátt fyrir neikvætt umhverfismat Skipulagsstofnunar er haldið áfram með skipulag hnútuvirkjunar. Skaftárhreppur hefur ekki sýnt fram á að það séu brýnir almannahagsmunir að virkja Hnútu. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.
Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna tæmingar Árbæjarlóns: Góður áfangi í endurheimt vistkerfa en samráð óásættanlegt.
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flutti erindi sitt „Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála“ á málþingi Landverndar: Hálendið, verðmætasta auðlind Íslands? þann 1. desember 2020.
Umsögn um breytingar á lögum um náttúruvernd. Mikilvægt er að stytta fresti til umsagna vegna friðlýsinga og að leggja skyldu á ráðherra um að víðerni verði kortlögð. Ekki er gengið nógu langt í þessu frumvarpi í þá veru.
Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.
Gætum þjóðargersema okkar, stofnum þjóðgarð á hálendi Íslands. Hálendi Íslands er einstakt og hálendisþjóðgarður jafnast á við nýja landhelgi. Sveitarfélögin hafa ekkert að óttast.