Land í hættu – Reykjanes
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu
Strandafjöllin, dulúðleg og ægifögur, umvefja lítið samfélag við ysta haf, Árneshrepp á Ströndum. Rakel Valgeirsdóttir og Valgeir Benediktsson skrifa um arleifð Árneshrepps.
Fjögur náttúruverndarsamtök hafa sent inn stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kærðu framkvæmdaleyfi fyrsta hluta Hvalárvirkjunar í fyrr og gerðu um leið kröfu um stöðvun framkvæmda. Úrskurðanefndin hefur enn ekki úrskurðað í málinu, framkvæmdir eru yfirvofandi og því senda samtökin aftur inn kröfu um stöðvun.
Álframleiðsla dregst saman alls staðar í heiminum nema á Íslandi og í Kína. Hvað segir það okkur?
Álverð hefur hrunið á heimsvísu – lækkunin frá 2007 er 39%. Með því að selja álverum ódýra orku stuðlum við að offramboði, lágu álverði og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda.
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.
Málþing um náttúruvernd á miðhálendinu, áherslur og sjónarmið varðandi Hálendisþjóðgarð.
Stjórn Landverndar telur að framkvæmdir í Teigsskógi brjóti gegn lögum um náttúruvernd og skipulagsmál.
Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.
Landvernd styður heilshugar tillögu um friðlýsingu Goðafoss en telur rétt að nýta tækifærið og friðlýsa Skjálfandafljót allt.
Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.
Landvernd fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu Búrfellsgjár en gerir athugasemd að í hana vanti „hrauntröðina“ í Urriðakotshrauni.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Hjarta landsins býr yfir stærstu víðernum Evrópu.
Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.
Framleiðsla málma og flugsamgöngur eru þær iðngreinar sem menga langsamlega mest á Íslandi.
Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.