Umdeildar ákvarðanir starfsstjórnar
Landvernd skorar á nýja ríkisstjórn að afturkalla ákvarðanir starfsstjórnar í umdeildum málum og vinna þau upp á nýtt með lýðræðislegum hætti.
Landvernd skorar á nýja ríkisstjórn að afturkalla ákvarðanir starfsstjórnar í umdeildum málum og vinna þau upp á nýtt með lýðræðislegum hætti.
Umhverfisverndarsamtök og náttúruvinir skora á nýja ríkisstjórn að halda vel utan um umhverfis- og loftslagsmálin. Það er brýnt að tekið sé tillit til loftslagsmarkmiða, að áhersla sé á að vernda lífbreytileika og haf, að staða félagasamtaka sé styrkt, að orkunýtingastefna sé mótuð og að sérstakt ráðuneyti loftslags og náttúruverndar sé sett á laggirnar.
Útgáfa hvalveiðileyfis gengur gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar!
Á kynslóðaspjalli í Tehúsinu á Egilsstöðum voru fundargestir fullir af visku og umbreytingaranda. Samhljómur var um það að við þurfum að kaupa minna, leggja áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur, nýta hlutina betur og lengur og gera við frekar en að henda.
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Umhverfis- og loftslagsmál eru með mikilvægustu málefnum samtímans, en þrátt fyrir það virðast þau ekki í forgangi hjá flokkum í framboði. Við bjóðum frambjóðendum í pallborð og spyrjum þau mikilvægra spurninga um náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál!
Við skorum á stjórnmálaflokka að mæta til kosninga með skýra stefnu í náttúru- og loftslagsmálum!
Textinn sem samþykktur er á COP29 er í rauninni lægsti samnefnarinn, þar sem samningurinn byggir á því að öll aðildarríki séu sammála. Það þýðir þó ekki að við getum ekki gengið lengra og gert betur þegar kemur að loftslagsaðgerðum hér heima!
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur, er látinn eftir skamvinn veikindi. Kristinn hafði mikinn áhuga á náttúruvernd og þá sérstaklega fuglavernd, en hann var einn helsti sérfræðingur Íslands í haferninum. Landverndar vottar fjölskyldu Kristins dýpstu samúð og þakkar um leið ánægjulega samfygld í gegnum árin.
Landvernd og Reykjavíkurborg taka höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Bíll á negldum dekkjum veldur margfalt meiri mengun en bíll á ónegldum vetrardekkjum. Úrval ónegldra vetrardekkja verður sífellt betra og fá mörg þeirra góða umsögn og háa einkunn.
Norðurlandaráð hefur samþykkt mikilvæga ályktun um stöðva námunvinnslu á hafsbotni og sendir skýr skilaboð til Íslands og Noregs um að styðja önnur norræn ríki með því að taka eindregna afstöðu gegn djúpsjávarnámuvinnslu.
Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að beita áhrifavaldi sínu og stöðva áform forsætisráðherra um að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfstjórnar.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnuflakki þar sem hún sækir heim bæði COP16 ráðstefnuna um líffræðilegan fjölbreytileika, í Cali í Kólumbíu, og COP29 um loftslagsbreytingar, í Baku í Azerbaijan. Á meðan ferðalaginu stendur hefur Þorgerður verið með regluleg innslög í Samfélaginu á RÁS 1, en hér að neðan er hægt að hlusta á öll innslögin.
Kosningar eru á næsta leiti. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar.
Brúa þarf bilið á milli rammasamninga Sameinuðu þjóðanna, um verndun líffræðilegs fjölbreytileika annarsvegar og loftslagsbreytinga hinsvegar.
Stjórn Landverndar samþykkti ályktun um rétt til heilnæms umhverfis, á stjórnarfundi þann 12. september síðastliðinn.
Við megum ekki færa ábyrgðina yfir á komandi kynslóðir. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld beiti sér fyrir skýrum aðgerðum í loftslagsmálum og auki til muna fjármagn fyrir þær aðgerðir sem fram koma í nýrri uppfærslu aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum.
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu
Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Það sem væri skynsamlegast fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnulífið að gera er að stórauka fjármögnun loftslagsaðgerða til að tryggja nægan samdrátt í losun og tryggja samtímis að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs viðhaldist eða jafnvel aukist á næstu árum.