Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar
Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.
Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu umsögn um fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um fiskeldi.
Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans.
Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af þeim áformum.
Íslensk náttúra er það sem helst laðar ferðafólk til Íslands. Ný ferðamálastefna til 2030 er í undirbúningi og þar er kveðið á um að ferðaþjónustunni sé ætlað að vera þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Landvernd fór yfir tillögur að þeim aðgerðum lagðar eru til.
Ný lög um vindorku eru í bígerð, þar sem yfirlýst markmið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um þessi áform.
Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. Mikilvægt er að engin atvinnugrein í lagareldi vaxi stjórnlaust, engar greinar lagareldis styðjist við vanmáttuga stjórnsýslu, lélegt eftirlit og skort á rannsóknum.
Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf
Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða.
Stefnunni er ætlað að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þróun byggðar og landnýtingar.
Landvernd sendi Borgarbyggð umsögn um skipulag og matslýsingu fyrir aðalskipulag Borgarbyggðar 2025 – 2037 og óskar sveitarfélaginu velfarnaðar við vinnslu þess. Borgarbyggð er hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins
Stíga þarf mjög varlega til jarðar ef opna á markað fyrir raforku.
Mikilvægt er að viðskipti með raforku séu gagnsæ og að hafið verði yfir allan vafa að tilgangur þeirra sé að tryggja almannahagsmuni fram yfir einkahagsmuni. Það er grundvallaratriði að ekki sé gengið á dýrmæta náttúru íslands að nauðsynjalausu.
Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti umsögn um lög sem kveða á um sameiningu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga og Náttúrurannsóknarstöðvar við Mývatn.
Fyrirhugað er að sameina Vatnajökulsþjóðgarð, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar í eina stofnun. Landvernd sendi umsögn um þessi áform þar sem varað er við hættunni á því að þekking og reynsla tapist.
Landvernd gerir kröfu um að heildstæðar rannsóknir fari fram á lífríki öllu á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Sundabrautar og þá ekki síst fuglalífi eins og það hefur þróast á svæðinu til dagsins í dag. Verði verkefnið tekið lengra er mikilvægt að jarðgöng verði áfram valkostur og að áhrif þeirra á umhverfið verði rannsökuð til jafns við aðra möguleika.
Fyrirhugað er að reisa nýja Holtavörðuheiðarlínu um Grjótháls milli Norðurárdals og Þverárhlíðar, þar sem land er ósnortið og einstakri náttúru með silungavatnafesti yrði fórnað. Augljós staður fyrir nýja línu er í núverandi línustæði.
Landvernd kynnti sér fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2024 og sendi umsögn um atriði er betur mega fara.
Skýrslan „Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur” er afrakstur vinnu starfshópa sem matvælaráðuneytið skipaði til að fjalla um sjávarauðlind okkar Íslendinga. Landvernd sendi matvælaráðuneytinu umsögn um skýrsluna.
Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.