Þú er hér - Category: GRÆNFÁNINN

málað leirtau, leikskólaföndur, Tjarnarsel, landvernd.is

Gamalt leirtau gerir gagn

Hvernig getum við endurnýtt gamalt leirtau sem hefur safnast upp og ekki er notað lengur – í skólum og á heimilum. Verkefni fyrir nemendur leikskóla og yngsta stigs grunnskóla.

SJÁ VERKEFNI »
marglitaðgarn,landvernd.is

Sauma í pappír

Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Gamlar bækur í hrúgu. Jólabókaflóð. landvernd.is

Jólabókaflóð

Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf - Plast á norðurslóðum er námsefni, rafbók og verkefnavefur um hafið. landvernd.is

Hreint haf – Plast á norðurslóðum

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

SJÁ VERKEFNI »
Krukkur með mold, mismunandi efni sem brotna niður. Molta í krukku, verkefni úr Hreint haf. landvernd.is

Molta í krukku

Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »
20 flíkur á snúru fyrir utan ljósbláa byggingu. Óskilamunir er verkefni frá Skólum á grænni grein.

Óskilamunir

Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »